sunnudagur, desember 18, 2005

Hurðaskellir og Jólaball

Well well well,
Við búin að missa af afmælisveislu ársins eða já það heyrist mér á öllu... En já tvíbbarnir okkar héldur upp á afmælið sitt í gær með pompti og prakti en við gátum því miður ekki verið í afmælinu en trúði mér við vorum þar sko í huganum.... Kanski næst eða þar næst verðum við í afmælinu hjá Stubbunum okkar.....
En já þetta er búið að vera hreint út sagt Yndisleg helgi hjá okkur.. Í gær laugardag fengu þeir bræður Nammi frá Sveinka og ákváðu að vera svo góðir að deila namminu svo þeir eru bara búnir að opna (jólatréð sem var uppfullt af nammi) nammið frá öðrum, ætla að opna hitt næsta laugardag, já þeir kunna nú alveg stundum að vera góðir, ha.... Svo var farið í Mallið og kíktu feðgarnir á jólagjöf handa Ma meðan hún lét lita á sér hárið (þorðu nú samt ekki að kaupa neitt þar sem Kriss kjaftaskur var með þeim)... Enduðum svo daginn í gær á því að kaupa okkur þetta líka fína jólatré svo nú vantar ekkert nema að skreyta tréð......
Í morgun var svo Playmó karl handa Kriss í sokknum og Crazy Frog lyklakippa handa Oliver, og þeir bræður rosalega ánægðir með sitt... Svo var farið frekar seint á fætur, Ma og Kriss hentust svo aðeins í Mallið (þar sem Ma ákvað á síðustu stundu að skoða sér skyrtu fyrir ballið) meðan Oliver og Pa voru heima í afslöppun.. Þegar Ma og Kriss svo mættu á svæðið voru þeir feðgar sturtaðir hver á eftir öðrum og byrjað að klæða karlpeninginn í jólafötin, og þeir voru nú ekkert smá sætir þessar feðgar (mamma gleymdi alveg að taka upp myndavél og gleymdi henni líka heima, svo því miður verða engar myndir af þessu balli)..... Svo drifum við okkur á ballið og það var nú bara ekkert smá flott, það mættu allir með eitthvað með sér og hlaðborðið var sko yfirfullt af girnilegum kræsingum... En byrjaði þetta þó með því að Oliver og allir hinir krakkarnir í íslensku skólanum sungu "Bjart er yfir Betlehem og Ég sá Mömmu kyssa Jólasvein" svo dönsuðum við smá í kringum jólatréð og vitir menn svo mættu bara 2 íslenskir jólasveinar á ballið þeir "Kertasníkir og Stekkjastaur" og gáfu þeir krökkunum nammipoka með íslensku nammi (ekki amalegt það) svo voru það tertur og þegar allir magar voru orðnir fullir drifum við okkur heim í kotið til að slappa af enda var alveg að koma háttatími á hann Kriss okkar... Núna sefur hann eins og ljós meðan sá Stóri fær að horfa á smá TV áður en hann fer í bælið enda er skóli hjá öllum á morgun....
Vá og það eru bara 6 dagar í jóla og ekki nema 11 dagar í Ömmu sætu...
Knús og kossar frá okkur
Kv. Oliver Langduglegasti sem er að brillera í skólanum og Kristofer langflottasti.....

1 Comments:

Blogger Páll Jónsson said...

Þið voruð sko í okkar huga líka... tvíbbalingar rosalega ánægðir með allt. Súrt að það eru engar myndir af jólajóla strákunum..... kannski sendum við ykkur nokkrar ef einhverjar voru teknar... Palli alltaf með videoið einsog ... já bara þannig....
söknum ykkar ógeð mikið....
KB og jólatvíbbalingar út um allt í svaka veðri....

sunnudagur, desember 18, 2005 10:32:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home