föstudagur, desember 16, 2005

Pottasleikir og Oliver SNILLINGUR sem er að BRILLERA

Oh mæ god, ég held ég sé STOLTASTA MAMMA í öllum heiminu... Já Snillingurinn minn hann Oliver kom heim í dag úr skólanum með þýskuprófið sem hann tók í morgun og þessi ELSKA MÍN fékk hvorki meira né minna en 47 stig af 60 mögulegum (sem gerir 7,8 á íslenskum mælikvarða) já drengurinn er að brillera þessa dagana. Ég er að tala um hann er búinn að koma heim með 3 próf í þessari viku og var lægsta einkunni 7,0 svo já það mætti segja að við séum að DEYJA við erum svo montinn.... Og við bara búin að vera hér í 6 mánuði þetta er bara framúrskarandi árangur hjá drengnum....
Dagurinn í dag gekk bara vel fyrir sig, mamman sá um strákana sína að koma þeim fram úr, í fötin og í skólan... En það var sko ekki mikið mál að kíkja í sokkinn í morgun og fengum þeir bræður jólaskraut (hreindýra styttu rosa flotta) frá Sveinka.. Svo hentumst við af stað og nema hvað mættum á réttum tíma með Oliver en vorum smá of sein með Kriss svo þegar við Kriss mættum voru Carina og Morgane farin inn og voru að taka sig til það átti nefnilega að fara að mála.. Svo já hann mætti nr. 2 í skólan samt vorum við svona eins og 5 mín of sein... Kriss var rosalega ánægður þegar hann sá að þau væru að fara að mála....
Svo kom Ma sæta aftur í hádeginu og sótti hann Kriss sinn sem vildi bara fá að vera heima hjá Pa meðan mamma hentist í búð og myndi sækja Oliver.. Þegar Ma og Oliver komu svo heim þá höfðu Kriss og Pa farið á rúntinn með Rabba.. Svo Oliver fékk mikla athygli í staðinn sagði Ma að honum hefði gengið alveg ágætlega í prófinu í morgun, og vonaðist hann þá til að fá ekki minna en síðast (sem við vitum öll núna að hann fékk hærra í dag en síðast)... Svo fékk hann að borða og svo keyrði Ma hann aftur í skólan en Kriss var bara heima með Pa á meðan....
Við chilluðum svo bara þangað til Oliver var búinn í skólanum... Þegar Oliver fór að sýna Ma hvað hann ætti að læra heima þá sá hún prófið og gjörsamlega ÖSKRAÐI hún var svo ánægð þegar hún sá einkunnina á blaðinu hjá honum (enda fékk hann aftur broskarl frá kennaranum og "Well done" ekki leiðinlegt það).... Oliver lærði svo bara allt saman og svo fóru þeir bræður að horfa á TV en Kriss greyjið sofnaði yfir því meðan hann beið eftir pabba sínum (enda var hann mikið þreyttur stubburinn okkar).... Svo núna sefur hann eins og Ljós meðan Oliver fær athygli frá fullorðna fólkinu...
Hey hvernig er það eru ALLIR HÆTTIR að kvitta fyrir komuna??? Við viljum fá kvittanir í gestabókina eða inn á commentið okkar... KOMA SVO...
Segjum þetta gott í bili....
Biðjum að heilsa að sinni
Kv. Oliver LANGDUGLEGASTI og Kriss SNILLINGUR...
já og Mamma LANG STOLTASTA :-)))))))

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home