miðvikudagur, desember 14, 2005

Stúfur, 10 dagar til Jóla og Oliver að brillera þessa dagana.

Helló það eru sko búnir að vera góðir skóladagar hjá Oliver að undanförnu, jú jú minn maður var settur í surprise stræðfræðipróf og auðvita brillaði strákurinn fékk 26 stig af 30 mögulegum (eða í kringum 8,7 á íslenskum mælikvarða) ekki leiðinlegt að koma heim á hverjum degi með flottar einkunnir eða hvað???
En að allt öðru, dagurinn byrjaði svaka vel, allir vöknuðu við fyrsta hanagal og var byrjað á því að kíkja í skóinn og var þar eitthvað frá Stúfi sem betur fer... Svo var henst af stað í skólan en við vorum sko alveg á síðasta snúning en allir rétt náðu á réttum tíma..
Í dag fékk Kristofer að baka með sínum bekk ekkert smá gaman hjá honum fyrir hádegi svo kom hann heim með smakk í hádeginu og lét okkur vita af því að þetta væru Jólakökur. En hann var nú ekki lengi að renna þeim niður.. Svo sóttu Pa og Kriss, Oliver í hádeginu og var brunað heim í Pizzu.. Því miður voru þeir bræður báðir frekar óþekkir í hádeginu (eflaust búnir að gleyma sveinka ha,).. Svo var það skóli aftur eftir hádegi og byrjaði Kriss daginn úti sem honum þykir sko alls ekki leiðinlegt...
Eftir skóla var svo Kriss sóttur og fóru hann og Pabbi beint í það að þrífa bílinn og fylla hann af bensíni og eitthvað meðan Oliver labbaði heim og fór svo beint í lærdóm... Því miður voru þeir bræður svo báðir áfram frekar óþekkir svo búumst við fastlega við því að sjá kartöflu í sokknum hjá þeim í fyrramálið...
Núna er nú samt komin ró yfir þá sem betur fer.. Kriss á leiðinni í bælið og Oliver að lita í jólasveinalitabók...
Á morgun er svo nýrdagur ekki satt...
Viljum enda þetta á því að óska henni Ömmu Dísu til hamingju með afmælið en hún er 55 ára í dag...
Kv.Óþekku bræðurnir í Lúxemborg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home