miðvikudagur, desember 14, 2005

Giljagaur og Oliver LANGDUGLEGASTI

Jæja þá er þessi dagur senn á enda...
Þessi dagur var sko bara alveg frábær.. Í morgun fór Ma með Oliver í skólan og var sko frekar mikið auðvelt að vekja strákinn, jú maður þarf náttúrulega að kíkja í skóinn ekki satt???
Oliver fékk Verkefnabók "250 þrautir, gátur og spurningar" og Kriss fékk "Sætabrauðsdrenginn" bara gaman að fá bók í skóinn.
Svo var það bara skóli hjá Oliver til hádegis, svo Kriss var heima með Ma og Pa, fóru þau með hann aðeins í bæinn og svo að versla í matinn.. Drifum okkur svo að sækja Oliver í skólan.. Þegar heim var komið mundi Oliver allt í einu eftir því að tilkynna hvað hann hefði fengið í Þýskuprófinu (best að segja frá því aftur en hann fékk 42 af 60 mögulegum stigum (7,0 á íslenskum mælikvarða)) og urðu Ma og Pa súper stolt af stráknum sínum. Kennarinn hans Olivers hafði teiknað broskarl inn á prófið og skrifað "Go on like this" enda hafði strákurinn hækkað sig um heil 15 stig frá síðasta þýskuprófi.. Ma varð náttúrulega alveg súper stolt og gaf Oliver "Herbie fully loaded" á DVD fyrir þennan frábæra árangur...
Pa eldaði svo hádegismat fyrir okkur svo var borðað, eftir matinn fór Pa í vinnuna og Oliver að læra... Eftir lærdóminn MIKLA fóru Ma, Kriss og Oliver saman út í göngutúr, fór að labba inn í skóginum og svona skemmtilegt, fórum langan göngutúr enda fínt veðrið hjá okkur í dag.. Þegar við komum svo heim drifum við okkur í náttfötin (enda allir skítugir eftir göngutúrinn) poppuðum og fórum niður í sjónvarpsherbergi og gerðum Bíóstemmingu. Horfðum svo á Herbie sem var sko bara nokkuð fyndin, Oliver gat alla vegana vel hlegið af henni...
Eftir bíóið kom Pabbi heim í smá stund, Kriss fór að sofa enda klukkan orðin margt og skóli hjá honum á morgun, en Oliver fékk að vaka lengur þeir feðgar fór í það að prenta út mynd í jólakortin og Oliver hjálpaði svo Ma að setja myndirnar í umslagið og líma aftur kortin. Svo var það smá TV gláp hjá honum og svo bælið.. Enda er sveinki að koma aftur í nótt...
Svo það mætti segja að þessi dagur hafi verið EINTÓM sæla...
Oliver alltaf jafn duglegur og ætlar greinilega að fara að brillera í þýsku líka. Enda ekki við öðru að búast við af honum (hann er sko sonur mömmu sinnar og greinilegt að hann hefur erft mikið af genum frá henni, sem betur fer)....
Segjum þetta gott af Monti í dag...
Kv. Oliver SNILLINGUR og Kriss Duglegi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home