laugardagur, desember 24, 2005

GLEÐILEG JÓL, Kertasníkir

GLEÐILEG JÓL DÚLLURNAR OKKAR....
Vonum að þið eigið eftir að eiga yndislega jól og að allir krakkarnir eigi eftir að vera rosalega ánægðir með pakkana sína :-)
Sendum þakkir til okkar TRAUSTU lestravina, gaman að sjá að það eru alla vegana einhverjir að fylgjast með okkur....
Í morgun var vaknað frekar seint og þá hafði Jóli alveg ruglast og skilið pakkana eftir við útidyra hurðina og vitir menn þeir fengu Star Wars sverð og Fótbolta (einn saman) svo þeir hafa eitthvað getað leikið sér í dag...
Hentumst svo smá í Mallið þar sem Feðgarnir áttu eftir að kaupa eitthvaðs má handa Ma... Svo var það heim og þá var það MÖNDLUGRAUTUR og hann Kriss okkar vann verðlaun sem voru sko ekki af verri endanum nei nei það var Sjó orrusta (spil) svo feðgarnir gátu tekið einn leik núna áðan... Núna eru bræðurnir farnir saman inn í Olivers herbergi liggja þar á dýnu á gólfinu og ætla að horfa á Christmas Vacation, meðan Gamla settið eldar matinn....
Gleðileg jól
Skrifum info um pakkana á morgun...
Kv. Spenntu bræðurnir í Lúxlandi....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home