mánudagur, desember 26, 2005

Jólin jólin alls staðar....

Well, well, well
Þá er kominn annar í jólum og ekki nema 3 dagar í Ömmu sætu, vá hvað tíminn líður nú hratt.. Þetta er bara yndislegt ekki satt, alveg að koma nýtt ár...
Alla vegana sváfum við öll lengi aftur í dag að vísu voru þeir bræður ekki alveg eins hrifnir að liggja endalaust í leti í dag svo við ákváðum að drífa bara alla út fórum að þrífa bílinn (hann var orðinn helst til skítugur) svo var farið í smá bíltúr og ákváðum við svo að verðlauna góða hegðun í dag með bíóferð, því miður var ekki verið að sýna Harry Potter á ensku svona snemma svo við skelltum okkur bara á The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch & the Wardrobe sem var sko bara alveg ágætis afþreying.. Kriss ákvað að vísu bara að leggja sig í bíó enda var þetta frekar löng mynd fyrir svona stubba... Oliver var frekar ánægður með hana.... Þegar við fórum inn í bíóið byrjaði að snjóa alveg á fullu og Ma var rosalega ánægð með það sagði að það yrði eflaust orðið jólalegt þegar við kæmum út en NEI hennar ósk var ekki uppfyllt að sinni þar sem snjórinn var nánast allur farin þegar við komum út úr bíóinu bara svona smá bleyta eftir...
Við drifum okkur svo bara heim eftir bíóið í afslöppun, tóku feðgarnir eitt spil meðan Ma kláraði að lesa bókina sína svo já það var bara róleg heit sem tók við...
Núna er Kriss enn vakandi og í bananstuði enda vaknaði hann seint í morgun og lagði sig í bíó svo við gerum ráð fyrir því að hann fari aðeins seinna að sofa en venjulega... Oliver er kominn upp í sitt herbergi að horfa á Simpsons seríuna sem við fengum í jólagjöf frá Löngu og Langa (horfir á þetta í nýja TVinu sínu sem er ekkert smá flott) gerum ekki ráð fyrir því að Oliver komi fram nema rétt bara til að gera það nauðsynlegasta.....
Svo já það mætti segja að þessi annar dagur jóla sé líka bara rólegur...
Munum ekki hvort við vorum búin að segja ykkur að hann Oliver setti saman Fjarstýrða Legóbílinn í gærkvöldi og gátu þeir feðgar dundað sér smá að leika með hann og Kriss fannst hann alveg æðislegur þessi bíll.... Svo Oliver leyfði honum að prófa hann smá (en passaði samt vel upp á bróðir sinn með NÝJA BÍLINN)....
Segjum þetta gott í bili...
Hlökkum ógeð til að fá Ömmu sætu eftir 3 daga (þeir bræður hafa frétt af því að Amma sé með nokkra jólapakka í töskunni svo já það mætti segja að það verði bara aftur aðfangadagur hjá okkur 29.des, bara skemmtilegt)....
Kv. Oliver Unglingur og Kriss Stóri

1 Comments:

Blogger Páll Jónsson said...

gott að þið eruð búin að hafa það gott... við líka nefnilega. Fórum út í göngutúr í kakó og svona til ömmu sætu. Það var snjór og svona úti og alveg rosalega jólalegt. Við vorum bara öll kappklædd og skemmtum okkur ógeð vel.
Jólakveðjur frá stubbalingum sem eru á þeytingi út um allt og takk fyrir okkur, bara ógeð ógeð ógeð ánægð öll....
saknaðarkveðjur,
KB og kallarnir... :)

þriðjudagur, desember 27, 2005 2:12:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home