föstudagur, desember 30, 2005

Annar í Aðfangadegi

Góða kvöldið góðir hálsar
Já þá er þessi dagur senn á enda og við búinn að gera alveg fullt í dag og fá fullt af pökkum TAKK FYRIR OKKUR...
En já það var vaknað frekar seint og fóru þá karlarnir á flugvöllinn að sækja Ömmu sætu og Reynsa (fóru tímanlega af stað þar sem hér er FULLT FULLT af SNJÓ).. Svo var bara brunnað með þau heim og farið í það að taka upp úr töskunum, já litlir karlar gátu ekki beðið sumir eru búnir að læra það að Amma Sæta er alltaf með eitthvað í pokahorninu... Og það var sko mikil spenna í gangi.. Strákarnir þvílíkt ánægðir með innihaldið í pökkunum, Amma Dísa sendi svo Randalínu sem hitti beint í mark.. Eins fékk Oliver fullan höldu poka frá Nonna og Hrafnhildi (Ömmu og Afa Tvíbbana okkar) af bókum en Oliver er finnst rosalega gaman að lesa svona teiknimynda sögur og fann Hrafnhildur fullt af svoleiðis bókum handa honum og leyndust þar meiri segja í Hin Fjögur Frænku sem eru ekki seld lengur og ekki þótti mínum manni það leiðinlegt... Þegar búið var að rífa upp úr öllum töskum fengum við okkur að borða.. Eftir matinn fór Reynsi frændi með þá frændur sína í langan göngutúr, þeir sýndu honum leiðina inn í skóginn og svo auðvita var kíkt á hana Susie vinkonu okkar... Þegar heim var komið fóru þeir að leika sér með nýja flotta Fjarstýrða Legóbílinn hans Olivers svaka stuð hjá þeim, nema hvað??
Ákváðu svo Ma, Pa, Amma og Kriss að skella sér í smá innkaupaleiðangur í Mallið og voru þá Oliver og Reynsi heima (vildi frekar leika sér í tölvunni og horfa á TV), svo var það bara kvöldmatur og afslöppun...
Þeir bræður búnir að fá þvílíka Lúxus meðferð í dag, Amma las fullt fyrir Kriss og fór með hann upp að sofa og allan pakkan, Oliver búinn að fá fullt af athygli frá Reynsa frænda.. Bara gaman hjá okkur...
Svo á eftir að skipuleggja hvað verður gert á morgun en eitthvað skemmtilegt verður það trúið mér, alltaf stuð þegar maður er með GESTI...
En svona er það nú bara...
Já enn fullt fullt af snjó hjá okkur, vonum að hann endist yfir áramótin þar sem við fengum ENGAN Jólasnjó...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Oliver, Kristofer og Allir hinir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home