mánudagur, janúar 02, 2006

Árið 2006 hafið og teljarinn kominn upp í 1000

Gleðilegt nýtt ár....
Jæja þá er þetta ár loksins hafið og Oliver alveg að verða 8 ára og Kriss verður 4 ára á árinu, já tíminn flýgur áfram...
í gærkvöldi var borðaður matur og chillað en við vorum með Ömmu sætu, Reynsa og Rabba í mat bara skemmtilegt hjá okkur. Strákarnir fengu að sprengja smá upp áður en borðað var og smá líka eftir matinn.. Við fórum svo bara í afslöppun meðan beðið var eftir því að klukkan myndi slá 24:00, við náðum nú að kíkja á Áramótaskaupið á RÚV já allt er hægt að gera þó svo maður búi í útlöndum... Þeir bræður sofnuðu nú báðir vel fyrir miðnætti og var engin möguleiki á því að vekja þá svo ákveðið var að klára bara raketturnar í dag...
Í morgun fóru þeir bræður svo með Reyna frænda í góðan göngutúr, enda fínt að hreyfa sig smá svona í morgunsárið (snjórinn allur að fara frá okkur enda búið að rigna út í eitt hjá okkur og hitinn búinn að vera fínn)... Þegar heim var komið fengu þeir hádegismat, ákváðum við svo að fara með Ömmu sætu og Reynsa í smá bíltúr sýna þeim smá meira af Lúx, svo já Oliver Unglingur ákvað að vera heima þar sem Ma og Amma töldu hann vera með smá hita og ekki vildum við taka sénsinn á því þar sem þeir ætluðu að skjóta upp rakettunum í kvöld.... Þegar heim var komið var ákveðið að horfa á Christmas Vacation og sofnuðu allir yfir myndinni (allir þreyttir enda dagarnir búnir að vera langir)... Svo var farið að huga að kvöldmatnum og í dag var bara venjulegur matur Hamborgarahryggur með tilbehor... Eftir matinn fór svo strákarnir út með körlunum (pabba og Reynsa) að sprengja upp raketturnar.. Þegar heim var komið var ákveðið að fá sér smá eftirrétt og núna liggja allir í sófanum að horfa á bíó... Svo já það mætti segja að áramótin hafi verið frekar róleg hjá strákunum á þessu heimili..
En svona er það nú bara :-)
Nú er bara rúm vika í skólan svo nú verðum við að fara koma reglu á þetta heimili aftur...
Verið nú duglegri að kvitta fyrir komu ykkar....
Kv. Oliver og Kristofer

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku fjölskylda og gleðilegt ár.
Vona að þið hafið það nú gott í Lúxinu. Bið að heilsa Ömmu sætu.
Kveðjur frá Laugarvatninu.
Gugga og co.

mánudagur, janúar 02, 2006 5:00:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home