Góða Nótt ELSKU AMMA MÍN
Svona endaði Kriss þennan dag.. Sagði samt áður en hann sofnaði Mamma af hverju kemur Amma ekki til mín þegar ég kalla á hana... Hann lét mömmu sína líka vita af því í dag að hann væri ÖMMUSTRÁKUR og að AMMA SÆTA ætti hann mest.. Já ekki amaleg meðmæli sem hún Amma fær frá stráknum sínum.. Hann saknar hennar sárt þessa dagana og vill endilega að hún komi sem fyrst aftur.. Sagði einmitt í dag þegar hann sá sólin, já nú fer Amma Sæta alveg að koma aftur... Ekki amalegt að vera ofarlega á vinsældarlistanum hjá honum Kriss....
Annars er þetta búinn að vera bara fínn dagur hjá okkur í Lúxlandinu.. Haninn okkar vaknaði eldsnemma og náði Ma að plata hann smá í að sofa lengur.. Svo vildi hann bara fara að drífa sig framúr fá að borða og gera eitthvað skemmtilegt svo Ma dreif sig fram úr með honum og ákváðu þau að fara að henda smá Gleri og Pappa í endurvinnsluna, fórum svo saman í langan bíltúr... Ákváðum að kíkja aðeins svo í Mallið þar sem restin af liðinu svaf.... Pa hringdi svo í okkur og bað um að hann og Dáni yrðu sóttir þar sem hann væri að fara að vinna í hádeginu og Dána langaði að skoða sér PS2 leik.. Sóttum við þá og fórum með þá í Mallið, Unglingurinn okkar hann Oliver vildi frekar vera heima undir feld heldur að fara í einhverja búðar vitleysu (ekki alveg í uppáhaldi hjá honum).... Við fóru svo heim og fengum okkur í gogginn... Þegar karlinn fór svo í vinnuna ákvað Ma að draga okkur í bæinn enda höfðum við bara gott af hreyfingunni og fríska loftinu... Löbbuðum smá í bænum (tókum strætó í bæinn en það er sko í miklu uppáhaldi hjá Kriss að taka strætó eða lestina niður í bæ)... Fyrir góða hegðun í bænum fengu svo strákarnir að velja sér ís sem yrði í eftirrétt í kvöld...
Drifum okkur svo heim til að taka kúlurnar af jólatrénu, Oliver og Dáni fór í smá göngutúr og svo beint heim í PS2... Ma og Kriss horfðu svo á Idolið á Stöð 2 í kvöld og elduðu svo kvöldmatinn var mannskapurinn farinn að kvarta út af hungri svo það var eins gott að drífa eitthvað á borðið fyrir þá...
Eftir matinn fór Kriss sæti að sofa og sagði þá þessu fallegu orð hér að ofan og sofnaði vært eflaust hugsandi um hana Ömmu sætu ... En Unglingarnir léku sér smá meira í PS2 og voru svo sendir í bælið (fengu að vísu að horfa á eina mynd áður en þeir færu að sofa)... Svo nú er bara ró og friður hér í kotinu okkar...
Endilega verið duglegri að kvitta í gestabókina okkar....
Kv. Ma and the Gang
Annars er þetta búinn að vera bara fínn dagur hjá okkur í Lúxlandinu.. Haninn okkar vaknaði eldsnemma og náði Ma að plata hann smá í að sofa lengur.. Svo vildi hann bara fara að drífa sig framúr fá að borða og gera eitthvað skemmtilegt svo Ma dreif sig fram úr með honum og ákváðu þau að fara að henda smá Gleri og Pappa í endurvinnsluna, fórum svo saman í langan bíltúr... Ákváðum að kíkja aðeins svo í Mallið þar sem restin af liðinu svaf.... Pa hringdi svo í okkur og bað um að hann og Dáni yrðu sóttir þar sem hann væri að fara að vinna í hádeginu og Dána langaði að skoða sér PS2 leik.. Sóttum við þá og fórum með þá í Mallið, Unglingurinn okkar hann Oliver vildi frekar vera heima undir feld heldur að fara í einhverja búðar vitleysu (ekki alveg í uppáhaldi hjá honum).... Við fóru svo heim og fengum okkur í gogginn... Þegar karlinn fór svo í vinnuna ákvað Ma að draga okkur í bæinn enda höfðum við bara gott af hreyfingunni og fríska loftinu... Löbbuðum smá í bænum (tókum strætó í bæinn en það er sko í miklu uppáhaldi hjá Kriss að taka strætó eða lestina niður í bæ)... Fyrir góða hegðun í bænum fengu svo strákarnir að velja sér ís sem yrði í eftirrétt í kvöld...
Drifum okkur svo heim til að taka kúlurnar af jólatrénu, Oliver og Dáni fór í smá göngutúr og svo beint heim í PS2... Ma og Kriss horfðu svo á Idolið á Stöð 2 í kvöld og elduðu svo kvöldmatinn var mannskapurinn farinn að kvarta út af hungri svo það var eins gott að drífa eitthvað á borðið fyrir þá...
Eftir matinn fór Kriss sæti að sofa og sagði þá þessu fallegu orð hér að ofan og sofnaði vært eflaust hugsandi um hana Ömmu sætu ... En Unglingarnir léku sér smá meira í PS2 og voru svo sendir í bælið (fengu að vísu að horfa á eina mynd áður en þeir færu að sofa)... Svo nú er bara ró og friður hér í kotinu okkar...
Endilega verið duglegri að kvitta í gestabókina okkar....
Kv. Ma and the Gang
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home