fimmtudagur, janúar 05, 2006

Tómt hús....

Góðan daginn þið sem eruð vöknuð...
Já nú eru feðgarnir farnir af stað með Ömmu Sætu og Reynsa út á flugvöll, en leiðinlegt... En fyrst var vaknað farið í Mallið að kaupa rúnstykki og sett Dísel á trukkinn, Kriss, Oliver og Pabbi vaktir og fengið sér í gogginn og töskunum komið fyrir í bílnum... Svo lögðu þau öll af stað núna fyrir örfáum mínútum... En þeir hafa alveg nóg að gera í dag feðgarnir fyrst keyra þeir Ömmu Sætu og Reynsa til Frankfurt/Hanh og svo fara þeir á Frankfurt Main að sækja Dána en hann er sem sagt að koma í helgar heimsókn til okkar... Svo tekur við þessi eðlilegi dagur á mánudaginn þegar strákarnir mínir fara í skólan og Dáni fer heim... Þá verður kotið alvöru tómt og engir gestir væntanlegir fyrr en í fyrsta lagi í sumar... Svona er nú bara lífið þegar maður býr í útlöndum ekki satt?????? Við eigum nú eftir að fara í smá Carnival frí sem er í kringum Bolludag, Öskudag og þann pakka og svo aftur í Páskafrí svo já það er aldrei að vita hvað gerist hjá okkur... Ætla að fara að taka til og taka niður jólaskraut enda jólin búinn hjá okkur, þau fóru með Ömmu sætu og Reynsa....
Segji þetta gott í bili.
Kv. Berglind Ein í kotinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home