föstudagur, janúar 06, 2006

Amma Sæta

Helló helló allir saman...
Nú er komið kvöld í Lúxlandi eina ferðina enn.. Og við búin að eiga góðan dag...
Okkar eigin lifandi Hani vaknaði snemma en var nú samt duglegur að dunda sér, reyndi nú samt að vekja alla en það gekk frekar illa en á endanum fór Gamla settið fram með hann.. Þá fór hann í sturtu og fékk sér Morgunmat, bara hafa það huggulegt nema hvað??? Svo já fórum við og skutluðum Pabba og Magna í vinnuna, en Unglingarnir sváfu eins og sveskjur.. Kriss og Ma fóru svo í verslunarferð þar sem já ísskápurinn var farin að öskra af hungri og strákarnir búnir að panta hvað ætti að vera í matinn um helgina.. Svo já við versluðum fórum heim með matinn og voru þá Unglingarnir að fara á fætur svo já Ma sagði þeim að fá sér í Gogginn og klæða sig meðan hún og Kriss myndu sækja Pabba í vinnuna... Sóttum Magna líka og skutluðum honum heim og í bílnum á leiðinni náði Kriss að sníkja penna af Magna... Svo fórum við heim og Pabbi skipti um föt og var farið í smá bíltúr, Oliver Unglingur nennti sko ekki með í einhverja búðarvitleysu og ákvað í staðinn að vera bara heima... Við fórum smá hring í bænum og svo heim þar sem allir voru orðnir svangir...
Þegar heim var komið fór Ma í það að finna til hvað hægt væri að sitja á Pizzu þar sem strákarnir voru sjálfir að búa til Pizzu eða já velja hvað yrði sett á hana... Það var nú fljót gert hjá þeim og svo borðuð þeir og drifu sig beint í PS2 að leika sér nema náttúrulega Kriss sem átti að fara upp með pabba að sofa já já karlinn las fyrir hann bækur og allan pakkan en vitir menn Kriss er kominn núna niður til Mömmu með pabba með sér alveg GLAÐVAKANDI (strákurinn sofnaði nefnilega smá í bílnum í dag) og er Kriss í bananastuði :-) ekki á leiðinni í bælið alveg strax... Unglingarnir eru eitthvað að leika sér....
Svona er þetta bara hérna í kotinu í dag, bara róleg heit sem er nú bara hið besta mál....
Ógeð stutt í það að skólinn byrji en strákarnir byrja á mánudaginn, vá verður erfitt að vakna eftir alla þessa fjarveru...
Kriss er enn að tala um hana Ömmu sætu og hann skilur ekkert í því af hverju hún þarf að passa Jón Egil og Tómas Ara og mæta í vinnuna, þvílíkt RUGL... Já hann vill bara hafa hana hjá sér 24/7....
Segjum þetta gott í bili....
Kv. Bræðurnir í Lúxlandi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home