Miðvikudagur....
Well well well...
Þá er vikan hálfnuð og rúmlega það strákarnir okkar eiga bara eftir að vakna 2 sinnum í þessari viku sem er nú lítið...
Í dag var samt langur dagur hjá báðum strákunum...
Fyrst var farið á fætur og vaknaði Haninn okkar snemma eins og alltaf en erfiðara var að fá Unglinginn okkar á fætur, en þetta hófst allt saman á endanum sem betur fer...
Fórum öll saman út í morgun og keyrðum strákana, hér úti er orðið frekar kuldalegt, já frost á öllum trjáum (svo þau eru hvít rosalega flott) og þykk og mikil þoka, þetta er sko bara jólalegt og flott vantar bara að hafa öll jólaljósin úti núna... En já jólin er víst búin :-(
En við sóttum svo Kriss í skólan og var hann úti að leika þegar Gamla settið mætti á svæðið, kom svo sæll og glaður í bílinn og var bara ánægður með daginn, fórum svo smá hring áður en við sóttum Oliver í skólan... Þegar báðir strákarnir voru komnir í bílinn drifum við okkur heim og gáfum þeim að borða..
Svo var það aftur skóli eftir hádegi hjá þeim báðum sem var bara fínt... Kriss fór beint út að leika þegar hann mætti eftir hádegi svo hann er búinn að vera alveg fullt út í kuldanum í dag (en hann hefur nú bara gott af því ekki satt???)...
Aftur voru það ánægðir strákar sem voru sóttir klukkan 16, fórum þá bara heim að chilla... Oliver fór að vísu fyrst í heimalærdóminn eins og alltaf það er bara regla á þessu heimili, enda þurfum við Gamalmenninn að kvitta fyrir því að Oliver hafi lært heima, svo það borgar sig bara allra vegna að drífa þetta af....
Núna eru strákarnir bara komnir í afslöppun fyrir framan TV enda langar engum að vera úti í kuldanum núna...
Segjum þetta bara gott í dag af okkur í Lúxlandinu..
Kv. Liðið í Lúx
Þá er vikan hálfnuð og rúmlega það strákarnir okkar eiga bara eftir að vakna 2 sinnum í þessari viku sem er nú lítið...
Í dag var samt langur dagur hjá báðum strákunum...
Fyrst var farið á fætur og vaknaði Haninn okkar snemma eins og alltaf en erfiðara var að fá Unglinginn okkar á fætur, en þetta hófst allt saman á endanum sem betur fer...
Fórum öll saman út í morgun og keyrðum strákana, hér úti er orðið frekar kuldalegt, já frost á öllum trjáum (svo þau eru hvít rosalega flott) og þykk og mikil þoka, þetta er sko bara jólalegt og flott vantar bara að hafa öll jólaljósin úti núna... En já jólin er víst búin :-(
En við sóttum svo Kriss í skólan og var hann úti að leika þegar Gamla settið mætti á svæðið, kom svo sæll og glaður í bílinn og var bara ánægður með daginn, fórum svo smá hring áður en við sóttum Oliver í skólan... Þegar báðir strákarnir voru komnir í bílinn drifum við okkur heim og gáfum þeim að borða..
Svo var það aftur skóli eftir hádegi hjá þeim báðum sem var bara fínt... Kriss fór beint út að leika þegar hann mætti eftir hádegi svo hann er búinn að vera alveg fullt út í kuldanum í dag (en hann hefur nú bara gott af því ekki satt???)...
Aftur voru það ánægðir strákar sem voru sóttir klukkan 16, fórum þá bara heim að chilla... Oliver fór að vísu fyrst í heimalærdóminn eins og alltaf það er bara regla á þessu heimili, enda þurfum við Gamalmenninn að kvitta fyrir því að Oliver hafi lært heima, svo það borgar sig bara allra vegna að drífa þetta af....
Núna eru strákarnir bara komnir í afslöppun fyrir framan TV enda langar engum að vera úti í kuldanum núna...
Segjum þetta bara gott í dag af okkur í Lúxlandinu..
Kv. Liðið í Lúx
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home