þriðjudagur, janúar 10, 2006

MONTIÐ sem gleymdist í gær....

Góðan daginn,
Ég gleymdi alveg að monta mig í gær, já hann Oliver minn er sko orðin KLÁR í þýskunni.. Við vorum að þýða saman texta í gær og þá var hann alltaf að segja mömmu sinni hvað orðin þýddu í textanum (en sú gamla var nú ekki alveg viss og tékkaði því í orðabókin og alltaf hafði strákurinn rétt fyrir sér)... Já hann er sko duglegur og vel gefin þessi elska enda ekki langt að sækja það (við vitum öll hver er MAMMA HANS)...... Svo þurfti hann líka að leiðrétta mömmu sína oft þar sem hún sagði orðin ekki rétt (já mig greinilega vantar þennan fína flotta framburð sem hann Oliver minn hefur náð sér í)....
Svo var Oliver að kenna bróðir sínum einhvern söng (sem er líka leikur), en Kriss var svona eins og mamman sagði orðin ekki alveg rétt svo Oliver var í því að segja sömu setninguna aftur og aftur og aftur fyrir bróðir sinn...
Já HETJAN okkar er sko að standa sig, það eru nú ekki allir svona heppnir eins og við... Við megum líka bara þakka fyrir það hversu vel honum var tekið í skólanum og hvað allir hérna í hverfinu eru góðir við hann (það eru því miður ekki öll Íslensku börnin eins heppin og Oliver)...
Varð að monta mig smá...
Kv. Berglind Montna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home