þriðjudagur, janúar 10, 2006

Daglegt amstur tekið við....

Góða kvöldið,
Já þá er okkar venjulega líf hafið aftur, já það var orðið frekar langþráð á þessu heimili...
Dagurinn í dag byrjaði vel Skólastrákurinn hann Oliver vaknaði eins og ekkert væri (kvartaði að vísu yfir því hvað væri nú kallt hjá okkur í dag)... Hann var sko duglegur að koma sér fram úr á fætur frekar hress drengurinn miðað við aldur og fyrri störf... Svo skutlaði Ma honum í skólan (Kriss sem var nú vaknaður nennti ekki með út sagðist ætla að vera heima og horfa á TV en það var nú í góðu lagi þar sem Pabbi hans var heima og vakandi upp í rúmi)..
Þegar heim var komið náðum við að draga Gamla manninn á fætur, og já það gekk hæglega skal ég segja ykkur.. En það hófst og við skutluðum þeim Gamla í vinnuna, og þegar var farið í það að velja skó þá byrjaði Kriss að gráta út í eitt og það nýjasta nýtt er að gráta alltaf á Ömmu og þá er sko grátið sárt... En það gekk yfir og við Kriss skelltum okkur á smá búðarráp þegar við vorum búinn að skutla karlinum.. Fórum meðal annars í Dönsku búðina og keyptum okkur Rúgbrauð vá hvað það er nú alltaf gott og ég tala nú ekki um svona Kögglabrauð... Fórum heim chilluðum og sóttum svo Oliver í skólan...
Við fórum í smá bíltúr svo í það að elda matinn en bræðurnir pöntuðu Grjónagraut (ekkert smá sem hægt er að borða af þessum graut alltaf) og það var rúgbrauð með grautnum bara gott...
Svo fórum við saman niður í Sjónvarpsherbergi og lögðumst undir teppi og horfðum á TV á endanum pöntuðu þeir bræður POPP með bíóinu sem að sjálfsögðu þeir fengu, enda þeir bræður búnir að vera svakalega stilltir í dag...
Ma fór svo með Kriss í bælið um það leyti sem Pabbi kom heim... Þegar Ma kom svo niður fórum við Fullorðna fólkið og Unglingurinn í Yatzee og eru þeir feðgar enn að þar sem Oliver vann fyrstu umferð og var sá Gamli ekki alveg sáttur við það!!!
Svona er að vera tapsár í þjóðfélaginu í dag...
Segjum þetta gott í dag...
Kv. Berglind og Karlarnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home