föstudagur, janúar 13, 2006

Komin fimmtudagur

Helló,
Þá er þessi fyrsta skólavika eftir jólin að verða búin og vá hvað það er nú gott.. Búið að vera frekar mikið af heimalærdómi og skólinn bara að byrja, já hér í Lúxlandi er allt sett á fullaferð frá degi 1 greinilega ha......
Nóg um það í morgun var frekar erfitt að vekja Oliver já já það tekur tíma að aðlagast því að þurfa að vakna á hverjum degi. En þetta tókst nú allt á endanum, þegar við vorum svo í róleg heitunum að borða morgunmatinn kemur Kriss okkar grátandi niður og bendir á ennið á sér og segjir að sér sé illt hérna... En hann kvartaði líka yfir þessu í gærkveldi.. Ma fannst hann líka heitur svo hún sendi hann upp í rúm til Pa svo hún og Oliver gætu klárað morgunmatinn og farið í skólan.. En Kriss spurði Ma á leiðinni upp stigan hvort hann mætti fá Pepsi (þá er hann að tala um Rautt Kók) svo Ma sagði það er ekki til en ég redda því á heimleiðinni, skutla Oliver fyrst í skólan og kem svo við í búðinni...
Eftir þetta allt saman drifu Ma og Oliver sig í skólan.. Ma skutlaðist svo eftir Coke fyrir Kriss sem hún hélt að væri veikur og heim.. Þegar heim var komið var Stubbur í stuði en Ma fannst hann en smá heitur.. Fór því bara með hann niður að horfa á TV og Kriss sem er allur að koma til hvað TV gláp varðar sat eins og stjarfur undir sæng svo Ma lét hann bara alveg eiga sig.. Fórum svo upp og vöktum Pa vildum fara að gera eitthvað...
Fórum svo út að sækja Oliver í skólan, Ma og Oliver fóru svo heim að læra (og Oliver með frekar mikinn heimalærdóm í dag miðað við það að í dag var stuttur dagur hjá honum í skólanum) en Pa og Kriss fóru með Magna í bíltúr....
Þegar karlarnir komu svo loksins heim var Oliver greyjið að klára heimalærdóminn svo við gátum chillað smá saman og svo fór Pa í það að elda matinn ofan í liðið...
Eftir matinn og chillið já og smá gláp á Strákana á Stöð 2 fór Unglingurinn upp í sitt herbergi að horfa á mynd fyrir svefninn og vildi því Stubbur kíkja á hann og Unglingurinn samþykkti það svo þegar Ma var að koma að sækja Kriss til að fara að sofa þá lágu þeir bræður saman á dýnu á gólfinu svaka góðir (leiðinlegt að eyðileggja góða stund hjá þeim)... Ma fór svo upp með Kriss og las fyrir hann "Palli var einn í heiminu" og kom þvílíkt spurningarflóð meðan á lestrinum stóð!!! En Ma las bara smá meira fyrir Stubbinn sinn og sofnaði hann á meðan.. Oliver slökkti bara á TV þegar myndin var búinn og fór yfir það aftur hvað vikudagarnir heita á þýsku (en hann þarf líka að kunna að stafsetja það rétt) og fór svo að sofa... Hann er að lesa núna Skúla Skelfir bækurnar sem Amma gaf honum um daginn og er bara nokkuð ánægður með hann Skúla...
Já Oliver er sko rosalega duglegur að lesa á íslensku, fyrir utan hvað hann stendur sig vel í náminu hérna, alveg til fyrirmyndar þessi drengur (alveg greinilegt að hann hefur þetta allt frá Mömmu sinni)....
Segjum þetta gott í bili...
Endilega kíkjið á nýja myndaalbúmið okkar...
Kv. Bræðurnir og Gamla Settið í Lúx

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home