miðvikudagur, janúar 18, 2006

Langur skóladagur hjá strákunum...

Jæja þá er þessi vika hálfnuð og rúmlega það og við eigum bara eftir að vakna 2 sinnum í þessari viku en við teljum það alltaf niður hér á þessu heimili þar sem Unglingnum okkar þykir bara svo erfitt að vakna á morgnanna.....
Annars fór þessi dagur bara ágætlega af stað, strákarnir vaktir og komið af staði í skólan en Ma sá um það í morgun þar sem karlinn sem á húsið sem við búum í ætlaði að koma að kíkja á svalirnar svo já einhver varð að vera heima, og var Kriss alls ekki sáttur við það, hann vill bara að pabbi keyri sig og sækji sig á hverjum degi er alltaf frekar fúll ef pabbi þarf að vinna á þeim tíma sem hann er að koma heim úr eða já fara í skólan...
Alla vegana gekk þetta bara eins og í sögu og strákarnir stóðu sig eins og hetjur í morgun...
Í hádeginu var svo Kriss sóttur og drifum við okkur heim áður en Oliver yrði sóttur þar sem feðgarnir voru svo svangir.. Ma fór svo og sótti Oliver svo fóru þau heim og fengu sér líka í gogginn.. Eftir að hafa borðað fóru feðgarnir saman niður að horfa á teiknimyndir þar á meðal Mr. Bean teiknimyndina sem þeim finnst sko bara fyndin.. Kriss var nú samt alveg að sofna en mátti það bara alls ekki þar sem það var skóli aftur eftir hádegi...
Ma og Pa skutluðu svo strákunum sínum í skólan eftir hádegi og voru það sáttir strákar sem mættu aftur í skólan :-)
Þegar skólinn var svo loksins búinn var Gamla settið mætt að sækja strákana sína, fyrst Kriss svo Oliver... Ma og Oliver fóru svo heim að læra meðan Pa og Kriss fóru í smá bíltúr með honum Magna... En það var nú samt ekkert mikill heimalærdómur hjá Unglingnum en því miður þurfti hann að skrifa MJÖG MIKIÐ og hann HATAR það alveg út af lífinu, skilur ekki af hverju er ekki bara hægt að hafa meiri heimanám á öðrum sviði og skrifa bara í skólanum, en hér er notuð önnur skrift en á Íslandi, svo allir stafirnir eru eitthvað öðruvísi.. En þetta er nú nokkuð sem maður þarf líka að læra, en er okkar maður mörg ár að skrifa 2 blaðsíður meðan hann er bara nokkrar mínútur með stærðfræði heimanámið alveg merkilegt!!!
En svona er það nú bara...
Á föstudaginn er svo Þýskupróf en próf aldan er sem sagt að byrja hérna aftur og já það er sko fullt fullt að læra fyrir þetta próf mun meira en prófin sem voru fyrir áramót svo það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá honum Oliver okkar... En hann er náttúrulega svo DUGLEGUR að hann getur þetta eins og allt annað.....
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandinu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home