þriðjudagur, janúar 17, 2006

Mustang heitir hann!!!!

Góða kvöldið, góðir hálsar
Nú var hann Kriss okkar að skíra gamlan bangsa sem Mamma átti (en Amma sæta tók hann með sér hingað til okkar), en Ma er búinn að vera að segja Kriss að þau verði að skíra þennan gamla flotta bangsa eitthvað og var nafnið "Hundur" mjög heitt hjá Stubb sem svo breytti nafninu í morgun í MUSTANG og var bangsinn meiri að segja skírður (það er meira en hægt er að segja um Kriss sjálfan), Kriss hvíslað í eyrað á bangsanum "þú átt að heita Mustang svo kyssti hann bangsan þegar skírninni var lokið" já hann Kriss okkar á það til að vera mjög svo skemmtilegur...
Annars gekk þessi dagur bara eins og í sögu, Oliver vaknaði eins og ekkert væri og í stuði og var Ma með honum og skutlaði honum í skólan (já ég er að tala um það var + 4°C þegar Oliver var keyrður í skólan og rigning)... Svo fór Ma heim og hugsaði sér gott til glóðarinnar, nú ætlaði hún upp í rúm aftur að sofa en vitir menn þegar hún var kominn heim þá var Kriss vaknaður en Ma náði nú að tæla hann upp í rúm í smá tíma svo fór hann bara að leika sér nennti þessu sko ekki lengur... Svo fór nú Gamla settið á fætur og gaf Stubb sínum að borða og eftir morgunmatinn fóru þeir feðgar í bílskúrinn að halda áfram að vinna í vinnuborðinu fína... Og voru þeir þar þangað til Oliver kom heim.. En Ma fór út að sækja Oliver, veit ekki hvort þeir feðgar tækju nokkuð eftir því að sú Gamla hefði farið út... En Ma fór í heimalærdóm með Oliver og svo í það að elda uppáhaldið okkar HRÍSGRJÓNAGRAUT... En það er alveg merkilegt hvað 2 strákar geta verið duglegir að borða þennan GRAUT... Svo fóru þeir bræður saman að glápa á TV og borða popp... Eftir smá TV gláp var kominn tími á bælið fyrir Kriss og ótrúlegt en satt þá bað hann Ma um að lesa "Palli var einn í heiminum" já hver hefði nú trúað því??? Oliver ákvað því bara að fara upp í sitt rúm og horfa á DVD og fara svo að sofa, já þeir geta nú verið góðar þessar elskur okkar þegar þeim langar til...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Oliver og Kristofer

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ertu viss um að ég eigi ekki þennan bangsa?????

miðvikudagur, janúar 18, 2006 4:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home