sunnudagur, janúar 15, 2006

Sunnudagur

Jæja jæja jæja,
Þá er þessi yndislega helgi bara búinn, alveg óþolandi þegar þær klárast en jú auðvita viljum við líka hafa virka daga svo strákarnir okkar læri meira í tungumálunum sem þeir eru að læra ekki satt????
Dagurinn byrjaði ALLTOF SNEMMA þegar Stubbur vaknaði og vildi ræsa liðið út en það var engin í stuði til að fara að leika við hann því miður, en hann fór þá bara að leika sér smá í Playmó en gafst nú ekki upp á því að reyna að vekja liðið og tókst á endanum að koma Gamla settinu fram úr... Þegar allir voru komnir fram úr fóru feðgarnir í bílskúrinn en þeir ætla að smíða eitthvað úr kojunni (eða já spýtunum) hans Olivers og voru að saga og bora og eitthvað í bílskúrnum meðan ég naut þess bara að slappa af... Þegar þeir voru búnir að leika sér í dágóðan tíman þarna niðri fóru þeir upp og fengu sér að borða og Oliver komst að því sér til mikillar gleði að Dennis the Menice (eða hvernig þetta er skrifað) var í TV svo hann og Kriss lögðust undir sæng og gláptu á TV meðan karlinn fór að vinna, þeir báðu svo kellu að koma niður til sín að horfa á TV sem hún gerði, við kúrðum sem sagt öll saman undir sænginni og Oliver hló fyrir okkur öll...
Þegar myndin var búið var ákveðið að skella sér út í góðan göngutúr í kalda veðrinu eða það var sko vel kallt í dag (FROST og læti)... En við löbbuðum langan göngutúr inn í skóg og strákunum þótti það sko bara alls ekki leiðinlegt... Vorum ísköld þegar við komum inn, fengum okkur að borða svo voru strákarnir settir í sturtu og lögðust svo saman inn í Olivers rúm og horfðu smá á Simpsons saman (svaka góðir)... Ma fór svo upp með Kriss að sofa og Oliver hélt áfram að horfa smá á Simpsons... Núna er Kriss sofnaður og Oliver að sofna bara róleg heit... Enda á Oliver að mæta aðeins fyrr í skólan á morgun þar sem þau eru að fara með strætó klukkan 08 í fyrramálið, já allur bekkurinn með kennaranum en það er ferð á safn í fyrramálið, gaman að heyra af því svo í hádeginu...
Bekkurinn hans Olivers er sko alltaf eins og ljós og ég dáist alveg að kennaranum að fara svona ein með þau alltaf í strætó en þetta er sko alls ekki fyrsta og ég stór efast um að þetta sé síðasta strætóferðin þeirra saman..
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandi...
Kv. Bræðurnir og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home