sunnudagur, janúar 22, 2006

Gönguferðina MIKLA

Helló,
Já hvað haldið þið annan daginn í röð þá kemur Unglingurinn á heimilinu upp og athugar hvort þessir foreldrara hans og Kriss ætli ekki að fara á fætur, en jú jú Kriss var löngu vaknaður en liðið nennti bara ekki framúr....
Svo loksins tókst að koma liðinu á fætur og var þá farið niður í morgunmat... Eftir matinn var ákveðið að fara út að hjóla þar sem veðrið var svo fínt.. Og jú þeir bræður fóru báðir á hjólunum (sú Gamla tók með myndavélina og allan pakkan en því miður varð myndavélin batterýs laus nánast strax svo því miður voru mjög fáar myndir teknar)... En jú þeir hjóluðu langan túr meiri segja í gegnum skóginn og ákváðum við þá að koma við heima með hjólin og fara á rólóvöllinn og stoppuðum við þar í smá stund og fórum svo í langan góðan göngutúr og höfðu sko allir gaman og gott af því... Vorum útí að hreyfa okkur í lengri lengri tíma en þegar við loksins komum heim þá var Gamla settið gjörsamlega búið á því en við bræður gátum alveg hugsað okkur að fara út í fótbolta en hættum við á miðri leið... Þeir bræður fóru bara í staðinn að leika sér þar sem sá Gamli fór í vinnuna og Ma fór í það að elda matinn en þeir voru eins og Ljós og svakalega góðir... En maturinn var sko heillengi að verða tilbúinn átti hann að malla í lengri lengri tíman en við bræður vorum bara eins og ljós allan tíman... En þegar maturinn var að verða tilbúinn þá vorum við bræður sko að KAFNA ÚR HUNGRI... Til að drepa tíman fór Kriss í það að leggja á borð og hjálpa Ma með matinn en Oliver fór niður að horfa á smá TV... Svo var borðað og já Kriss orðinn alveg dauðþreyttur eftir langan dag svo Ma fór með hann upp að sofa og sofnaði hann á mettíma en Oliver fór í sturtu og er að horfa á smá TV núna áður en hann fer upp til sín að sofa en ég held að við öll séum bara eftir okkur eftir gönguna miklu....
Svona eiga sko sunnudagar að vera, allir góðir og familían eyðir deginum saman :-)
Förum í það eftir helgina að henda inn nýjum myndum alveg komin tími á það hjá okkur...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Familían í Lúxlandi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home