Allt að gerast !!!
Góða kvöldið,
Vá hvað er búið að vera mikið að gera á þessu heimili í dag...
Dagurinn byrjaði eins og allir hinir Ma fór á fætur og vakti Oliver til að fara í skólan og gekk það bara eins og í sögu, enda vikan alveg að verða búin... Svo fór Ma aftur heim og þá voru feðgarnir ennþá í bælinu í leti svo ég ákvað nú bara að troða mér upp í til þeirra...
En Kriss nennti þessu nú ekki mjög lengi svo þeir feðgar drifu sig niður fengu sér að borða og svo í bílskúrinn jú jú það átti eftir að taka til í bílskúrnum og fara í Sorpu og henda fullt fullt af drasli svo þeir fóru í þetta allt saman í morgun. Meiri segja þrifu (skúruðu) bílskúrsgólfið ekkert smá duglegir enda bílskúrinn ekkert smá flottur hjá þeim...
Ma fór svo í hádeginu og sótti Oliver sem átti nú að læra frekar mikið heim plús að læra undir próf já nóg að gera hjá honum greyjinu... En á morgun er sem sagt þýskupróf.. Svo Oliver fór bara beint heim í lærdóm, og Kriss var bara í bílskúrnum enda kom Rabbi í heimsókn og fóru þeir karlarnir að laga eitthvað bílinn hans og bíltúr að sækja varahluti í bílinn hans svo já það mætti segja það að Oliver hafi bara fengið frið til að læra... Enda alveg nóg að gera við að hans lærdóm að þýða og skrifa og allt hvað þetta nú heitir...
Oliver var nú samt svaka duglegur að læra eins og alltaf, það eina sem hann er alltaf hræðilega lengi að er SKRIFTIN og ef á að skrifa niður langan texta þá getur hann alveg tekið klukkara í það, alveg ótrúlegt hvað hann nennir því alls ekki...
En eftir lærdóm og bílskúr var farið upp að borða og jú jú eina ferðina enn var það uppáhaldsmatur þeirra á boðstólnum já Eggjabrauð... Og borðuð þeir því vel af kvöldmatnum.. Eftir matinn fóru við fjölskyldan í Trivial Pursuit (vona að ég skrifi þetta rétt) og jú jú Ma og Oliver unnu leikin nema hvað!!! Eftir spilið var farið með Kriss í bælið enda löngu löngu kominn svefntími á hann karlinn og Unglingurinn og Gamli maðurinn fóru í það að kubba Legótæknitrukkinn sem Oliver fékk í jólagjöf (en það var ákveðið að leggja honum og fela þar sem Kriss komst í kubbana áður en bílinn var kláraður og svo fengum við svo marga gesti að það var bara best að láta Trukkinn bíða betri tíma)... Svo já það er bara ró og friður í okkar húsi núna...
Annars nýjustu fréttir já við stór fjölskyldan ætlum að koma öll saman heim í sumar komum í mjög stutta heimsókn rétt til að vera viðstödd brúðkaupið hjá Kristínu og Palla (við komum heim 22. júní og förum aftur út 27.júní) já eigum að vísu eftir að fá frí í skólanum fyrir Oliver en það eru nú bara 2 dagar og þar sem það eru 2 dagar þá þarf ég að senda inn skriflega beiðni til Skóla yfirvalda hér í borg og biðja um leyfi... En þetta er eitthvað út af Tryggingarmálum en jú jú við erum búin að kaupa miða og gerum bara ráð fyrir því að Oliver fá frí ef þeir neita honum þá bara notum við veikinda daga.. En svona er þetta í Lúx maður fær ekki bara frí í skólanum ef manni langar til NEI það þarf að vera sérstök ástæða fyrir fríi og meira en 1 dagur þá þarf maður að senda inn beiðni... Já nokkuð annað en á Íslandi ekki satt???
Nóg af röfli i bili....
Tjáum okkur meira á morgun...
Kv. Familían í Lúx
Vá hvað er búið að vera mikið að gera á þessu heimili í dag...
Dagurinn byrjaði eins og allir hinir Ma fór á fætur og vakti Oliver til að fara í skólan og gekk það bara eins og í sögu, enda vikan alveg að verða búin... Svo fór Ma aftur heim og þá voru feðgarnir ennþá í bælinu í leti svo ég ákvað nú bara að troða mér upp í til þeirra...
En Kriss nennti þessu nú ekki mjög lengi svo þeir feðgar drifu sig niður fengu sér að borða og svo í bílskúrinn jú jú það átti eftir að taka til í bílskúrnum og fara í Sorpu og henda fullt fullt af drasli svo þeir fóru í þetta allt saman í morgun. Meiri segja þrifu (skúruðu) bílskúrsgólfið ekkert smá duglegir enda bílskúrinn ekkert smá flottur hjá þeim...
Ma fór svo í hádeginu og sótti Oliver sem átti nú að læra frekar mikið heim plús að læra undir próf já nóg að gera hjá honum greyjinu... En á morgun er sem sagt þýskupróf.. Svo Oliver fór bara beint heim í lærdóm, og Kriss var bara í bílskúrnum enda kom Rabbi í heimsókn og fóru þeir karlarnir að laga eitthvað bílinn hans og bíltúr að sækja varahluti í bílinn hans svo já það mætti segja það að Oliver hafi bara fengið frið til að læra... Enda alveg nóg að gera við að hans lærdóm að þýða og skrifa og allt hvað þetta nú heitir...
Oliver var nú samt svaka duglegur að læra eins og alltaf, það eina sem hann er alltaf hræðilega lengi að er SKRIFTIN og ef á að skrifa niður langan texta þá getur hann alveg tekið klukkara í það, alveg ótrúlegt hvað hann nennir því alls ekki...
En eftir lærdóm og bílskúr var farið upp að borða og jú jú eina ferðina enn var það uppáhaldsmatur þeirra á boðstólnum já Eggjabrauð... Og borðuð þeir því vel af kvöldmatnum.. Eftir matinn fóru við fjölskyldan í Trivial Pursuit (vona að ég skrifi þetta rétt) og jú jú Ma og Oliver unnu leikin nema hvað!!! Eftir spilið var farið með Kriss í bælið enda löngu löngu kominn svefntími á hann karlinn og Unglingurinn og Gamli maðurinn fóru í það að kubba Legótæknitrukkinn sem Oliver fékk í jólagjöf (en það var ákveðið að leggja honum og fela þar sem Kriss komst í kubbana áður en bílinn var kláraður og svo fengum við svo marga gesti að það var bara best að láta Trukkinn bíða betri tíma)... Svo já það er bara ró og friður í okkar húsi núna...
Annars nýjustu fréttir já við stór fjölskyldan ætlum að koma öll saman heim í sumar komum í mjög stutta heimsókn rétt til að vera viðstödd brúðkaupið hjá Kristínu og Palla (við komum heim 22. júní og förum aftur út 27.júní) já eigum að vísu eftir að fá frí í skólanum fyrir Oliver en það eru nú bara 2 dagar og þar sem það eru 2 dagar þá þarf ég að senda inn skriflega beiðni til Skóla yfirvalda hér í borg og biðja um leyfi... En þetta er eitthvað út af Tryggingarmálum en jú jú við erum búin að kaupa miða og gerum bara ráð fyrir því að Oliver fá frí ef þeir neita honum þá bara notum við veikinda daga.. En svona er þetta í Lúx maður fær ekki bara frí í skólanum ef manni langar til NEI það þarf að vera sérstök ástæða fyrir fríi og meira en 1 dagur þá þarf maður að senda inn beiðni... Já nokkuð annað en á Íslandi ekki satt???
Nóg af röfli i bili....
Tjáum okkur meira á morgun...
Kv. Familían í Lúx
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home