föstudagur, janúar 20, 2006

Föstudagur, föstudagur

Jæja þá er komið helgarfrí hjá okkur, öllum nema þeim Gamla....
Oliver var svo duglegur í dag að hann var nánast búinn með allan heimalærdóm þegar heim var komið enda var óvenju lítið að læra núna, sem betur fer, en það er alveg nauðsynlegt svona stundum ekki satt????
Annars þá gekk allt eins og smurt í morgun með þá bræður, Kriss var samt eitthvað fúll á móti af því úlpan hans var ennþá blaut eftir þvottavélina, svo hann varð að láta sér nægja að fara í flíspeysu í skólan í dag og við það var hann ekki sáttur.. En þetta gekk nú samt upp á endanum og í flíspeysunni fór hann...
Svo í hádeginu þá mætti settið að sækja Kriss, og var sá Gamli svo keyrður í vinnuna og Oliver sóttur, nóg að gera hjá okkur í hádeginu.. Í hádeginu var bara róleg heit hjá okkur hinum og skutluðum við Kriss svo Oliver í skólan aftur... Vorum bara heima að leika á meðan Oliver var í skólanum...
Pa kom svo smá stund heim og fóru þá Kriss og Pa í bílskúrinn að skoða bílinn hans Bigga eitthvað aðeins og jú Kriss kíkti út að leika sér smá.. Svo fór sú Gamla og sótti Oliver í skólan og hann kom út hæsta ánægður enda var þetta skemmtilegur dagur hjá honum, jafnvel þó það hafi verið þýskupróf í morgun (vonandi fáum við að vita úr því á mánudaginn).. Og já já Oliver kom heim með upplýsingar um að næsta föstudag verður stærðfræðipróf og langan lista um hvað eigi að læra fyrir prófið... Við ætlum samt ekkert að kíkja á það fyrr en í næstu viku einhvern tíman, nú ætlum við bara að njóta þess að vera í helgarfrí og ekkert annað...
Þegar heim var komið var farið yfir heimalærdóminn hans Olivers og hann látinn klára það sem þurfti að laga og klára...
Svo var smá leikur...
Núna eru þeir bræður komnir upp í sófa fyrir framan TV að horfa á Power Rangers með poppskál enda komin helgi... Ætlum aðeins að leyfa Kriss að horfa smá á TV og fá popp áður en hann fer að sofa... Efast ekkert um það að við eigum eftir að lesa Palli var einn í heiminu fyrir svefninn... En hann er sko farin að kunna bókina utan af (pabbi hans ætlaði að sleppa einhverju úr um daginn þá sagði Kriss bara hey nú kemur Bing Bang svo byrjar þú að lesa aftur.. Eins gott að hann sé að fylgjast með (bannað að svindla ekki satt???)....
Jæja dúllurnar mínar segjum þetta gott í bili....
Ælta að fara í poppstemminguna með þeim bræðrum.....
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home