sunnudagur, janúar 29, 2006

Amma mín, Amma mín, Amma mín.......

Halló, Kalló, Bimbó!!!!!!
Já þegar Stubbur okkar grætur þá kallar hann á Ömmu sætu aftur og aftur... Já greinilegt hver er best svona ykkur að segja....
En annars þá svaf hann Stubbur með pabba sínum í sófanum í nótt, en ég er að tala um að þeir sofnuðu yfir sjónvarpinu í gærkvöldi og við Oliver ákváðum að leyfa þeim bara að sofa í sófanum. Svo vaknaði Kriss eldsnemma og lék við pabba sinn skyldi ekkert í því af hverju þeir 2 hefðu bara sofið saman í sófanum, merkilegt ha.... Svo tókst honum þessari elsku okkar að ræsa út restin af liðinu, sem tókst bara rosalega vel, nema hvað...
Ma tókst svo að draga Kriss og Pabba með í húsgagnaleiðangur en hún er búin að gefast upp á því að bíða eftir skenknum sem hún keypti í nóvember og er ENN ekki kominn, fékk hann bara endurgreiddan og fann sér annan ekki lengi að þessu kellan... Svo já Kriss fór með settinu í þennan leiðangur meðan Unglingurinn var heima í afslöppun nennti sko ekki að eyða frídeginum sínum í svona RUGL... Svo komu þau heim og þá var nú bara chillað, Kriss fór í það að hjálpa Ma að skúra meðan Oliver var að leika sér...
Karlpeningurinn fór svo í bílskúrinn að leika sér þegar sá Gamli var búinn að vinna og fóru svo í matseld, já það var frekar mikið sterkt að borða en það var Indverskur kjúlli... Kriss sæti sofnaðir bara meðan maturinn var eldaður í Olivers rúmi (greinilega gott að leggjast í það) og sefur þar enn... Oliver og Pa fóru hins vegar aftur í bílskúrinn eftir matinn en Oliver ætlar að fara að smíða eitthvað og var sá Gamli að hjálpa honum að finna hluti sem hann gæti notað í smíðarnar (já greinilega gaman að eiga bílskúr og efni í honum)... Svo Ma horfði bara á Idolið á meðan (var ferkar mikið FÚL þegar hún sá ekki endan á atkvæðagreiðslunni, en það var ekki inn á netinu sem sem betur fer bjargaði Kristín frænka henni og sagði henni hver hefði dottið út)... Svo já er það bara afslöppun hjá okkur það sem eftir er kvöldsins... Bara búin að vera ágætisdagur (alla vegana gat sú Gamla verslað húsgögn sem koma næsta fimmtudag já ekki margra mánaða bið)....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Takk enn og aftur fyrir að vera svona dugleg að fylgjast með okkur :-)
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home