föstudagur, janúar 27, 2006

UNGLINGAVEIKIN byrjar snemma

Góða kvöldið,
Vá ég var sko alveg búin að gleyma því hversu snemma synir mínir byrja með Unglingaveikina en já Oliver er komin með veikina á MJÖG svo HÁTT stig og já Kriss minn er líka byrjaður á þessari VITLEYSU... Já og við erum að tala um að við foreldrarnir erum oft í mestu vandræðum með Stubbinn okkar hann Kriss vitum ekki hvort við eigum að gráta eða hlæja af honum... En hann er mjög fyndið og skemmtilegt barn og hlutirnir sem hann segir og gerir eru oft eins og teknir út úr bíómynd en já kanski er hann bara svona af því hann á stóran bróðir (sem er sko fyrirmynd hans í einu og öllu)... Oft kemur Kriss með mjög svo fyndin svör þegar hann er spurðir og margt er sko bara alls ekki hægt að hafa eftir honum, þessari saklausu elsku með STÓRU AUGUN... Og talandi um augun á honum þá stækka þau um MÖRG númer þegar hann verður hneykslaður og þá sérstaklega á henni mömmu sinni... Eitt gott dæmi, í dag var hann heima með Gamla settinu og við förum í bíltúr svo segir hann "Pabbi kveiktu á Jhonny Cash" þá svaraði pabbi hans "það er ekki hægt þar sem mamma er með í bílnum, mömmu finnst hann bara ekki nógu góður" og Kriss missti gjörsamlega andlitið og AUGUN voru sko RISA STÓR "hva af hverju finnst mömmu Johnny Cash leiðinlegur, veit hún ekki að hann er GÓÐUR" þá svaraði mamma hans "æji Kriss mér finnst hann bara leiðinlegur" þá svaraði Kriss ennþá hneykslaðari en áður "Mamma hlustar sko bara á KONU TÓNLIST"... Og já það átti sko ekkert að hætta að ræða þetta en sem betur fer keyrðum við ákkúrat fram hjá kirkjugarði og þá sagði Kriss "hérna á Guð heima", svo umræðan kláraðist sem betur fer :-))))))
Annars af þessum yndislega fimmtudegi er mest lítið að frétta, Oliver Snillingur ætlaði að vakna við vekjaraklukkuna sína sjálfur í dag sem endaði með því að Mamma hans hljóp niður til hans og slökkti á henni (en þá var klukkan búin að hringja stanslaust í 15. mín).. Svo Ma vakti hann bara eins og venjulega... Ma skutlaði svo stráknum sínum í skólan þar sem henni fannst svo kallt úti en það var frost og snjór ekki góð blanda!!! En Kriss var bara heima hjá Gamla settinu, las fyrir okkur bók og fleira skemmtilegt...
Við fórum svo öll saman að sækja Oliver í hádeginu og þá fóru Kriss og Pabbi í það að elda meðan ég og Oliver fórum niður að læra (en Oliver er að fara í frekar erfitt stærðfræði próf á morgun).. Oliver þarf sem sagt að kunna alla dagana utan af (og stafsetja þá rétt), allar árstíðir og hvenær þær byrja og hætta, alla mánuði ársins og hvað gerist í hverjum mánuði (dæmi: hvenær tökum við upp jarðaberin, kirsuberin, hvenær búum við til snjókarl og já í hvaða mánuði getur veðrið orðið brjálað já það er einmitt í Apríl (ótrúlegt ekki satt)) og já þetta þarf hann að sjálfsögðu að stafsetja allt rétt því annars er svarið vitlaust, ekki má gleyma hvað eru margir dagar í hverjum mánuði og þar fram eftir götunum, fyrir utan allan reikninginn sem á að læra fyrir prófið!!! En við Oliver lögðum bara áherslu á mánuði, daga og árstíðir enda kanski mestu líkurnar á því að hann stafsetið það vitlaust greyjið!!! Verður samt gaman að sjá hvernig þetta próf á eftir að ganga þar sem honum gengur svo vel í stærðfræði að öðru leyti (þ.e.a.s ef ekki á að skrifa svörin).....
Já ég tók svo Kriss með mér út í bíltúr og búðaráp þar sem Pabbi þurfti að fá smá svefnfrið (en hann verður að vinna í nótt) og Oliver frið til að læra undir próf!! Og trúið mér það er ákkúrat engin FRIÐUR þegar Kriss er heima!!!
Svo komum við heim seint og þá tóku bara við róleg og skemmtileg heit hjá okkur... Ég fór svo upp með Kriss að lesa fyrir svefnin og ótrúlegt en satt þá bað hann ekki um "Palli var einn í heiminum" NEI í kvöld var það Felix sem er nú ágætis tilbreyting fyrir mig!!! Oliver fékk nú að horfa á smá TV enda búinn að vera duglegur að læra í dag en það var ekki bara að læra fyrir PRÓF NEI það var nú gott betur en það skal ég segja ykkur...
Annars eru þessir Unglingar mínir báðir sofnaðir núna og komnir langt inn í draumalandið...
Held ég segji þetta nú bara gott af okkur Rugludöllunum í Lúxlandi...
Takk fyrir að fylgjast með okkur og þótti okkur gaman að sjá það að hún Falasteen væri líka að fylgjast með okkur en hann Kriss minn mundi sko alveg eftir henni, náði í myndin af Leikskólanum og sýndi pabba sínum hvar hún væri!!!!
TAKK ÖLL SÖMUL fyrir að kíkja okkur og þykir svo gaman að sjá hverjir kíkja!!!
Góða nótt...
Kv. Berglind "Unglinga mamman í Lúx"

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er greinilegt að unglingaveikin byrjar snemma víða.... :-)
Hlakka til að heyra hvernig Oliver gekk í prófinu (það verður örugglega frábær árangur eins og vanalega !).
Knús og kram,
Elísabet

föstudagur, janúar 27, 2006 10:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home