þriðjudagur, janúar 24, 2006

NÝJAR MYNDIR og Góðir strákar....

Góða kvöldið,
Jæja þá sitja þeir bræður eins og ljós saman á gólfinu og leika sér í einhverjum bílaleik sem Ma gamla er ekki alveg að skilja, en það er nú fyrir mestu að þeir 2 skilji hann og viti hvað er að gerast ekki satt???
En dagurinn í dag var bara alveg áægtur, Oliver vaknaði í stuði og var sko tilbúinn á mettíma, svo Ma skutlaðist bara með strákinn sinn í skólan, en Kriss vildi bara vera heima hjá Pabba, sem var sko bara í góðu lagi...
Gamla settið fór svo með Kriss í bíltúr og versla í matinn og svoleiðis skemmtilegt... Kíktum líka í mótorhjólabúðina en þar fær hann víðáttu brjálaði honum finnst bara allt æðislegt inn í búðinni.. Keyptum meðal annars vekjaraklukku handa Oliver og ætlar Oliver að reyna að vakna sjálfur í fyrramálið (gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga).... Svo var Oliver sóttur af Ma þar sem karlarnir voru í bílskúrnum að rífa mótorhjólið hans Pabba í sundur (ótrúlegt hvað hægt er að dunda í þessum bílskúr)... Oliver fór nú bara inn að læra enda var passlega mikill lærdómur í dag svo eftir lærdóminn ætluðum við út en þeir bræður voru bara svo góðir við hvorn annan hérna inni að Ma leyfði þeim bara að vera inni enda var frekar kallt í dag.. En þeir eru búnir að vera eins og ljós báðir tveir í dag og duglegir að leika sér saman... Bara gaman og gott!!!
Enda brugðum við á leik, leyfði Kriss að máta 2 grímubúninga af Oliver og Oliver fór í sinn og svo tókum við fullt af myndum bara gaman hjá okkur....
Nú fer nú samt að líða að því að Kriss fari upp í rúm að sofa og Oliver fær þá að horfa smá á TV eða lesa þangað til hann fer í bælið...
En já við vorum að sitja inn fleiri myndir "GRÍMUBÚNINGAR 2006" svo síðasta nýtt "MEIRA AF JAN 2006" endilega kíkjið á þá bræður...
Segjum þetta gott af okkur á þessum þriðjudegi...
Bjóðum ykkur góða nótt eða góðan dag...
Kv. Bræðurnir í Lúxlandi og Gamla Settið

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá !! Ekkert smá flottir grímubúningar :-)
Frábært hvað mamma ykkar er dugleg að taka myndir svo hægt sé að fylgjast með ykkur í Lúxlandi.
Knús, knús.
Elísabet

þriðjudagur, janúar 24, 2006 11:47:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home