mánudagur, febrúar 16, 2009

Monday monday....

Jábbs alltaf fullt að gera á okkar bæ!!!!!
Við Oliver sóttum um sumarbúðir fyrir hann, já erlendis ekki neitt Vatnaskógur eða svoleiðis. Nei við erum að tala um sumarbúðir erlendis í 4 vikur (ekkert 5 daga rugl)... Mínum manni leist svo rosalega vel á þetta, fannst þetta frábær hugmynd hjá mömmu sinni!!!! Svo ég byrjaði að sækja um rafrænt því að sjálfsögðu vorum við að sækja um OF SEINT!!! En engu að síður tók hún við rafrænu umsókninni okkar með þeim skilyrðum að við myndum líka póst stenda inn umsókn líka (gerði það í dag)... Og vitir menn konur og börn, já Oliver getur farið í sumarbúðir til Danó í 4 vikur til Gladsaxe (nokkuð sem mér leist stór vel á)... En þá er hann í burtu allan júlí mánuð ef ég man þetta rétt!!! Oliver fannst þetta alveg æðislegt, var ekkert smá sáttur og líka við Danó, en hans óskir voru Finnland, Noregur og Danó!!! Fékk að velja allt sjálfur....
Nú er bara spenningur hvað þetta varðar, ætlum að kynna okkur þetta allt mikið betur og hlakkar bara til þess að gera það!! Held að þetta skili okkur þroskaðari dreng heim (ekki það að hann Oliver minn er þroskaður, alltaf hægt að stóla á hann og góður drengur)..
Vildi bara láta ykkur vita af þessum skemmtilegu fréttum hjá okkur.. Alltaf eitthvað skemmtó að gerast í okkar lífi... Þá á bara eftir að skipuleggja sumarfrí okkar Kristofers. Ætli við reynum ekki að gera eitthvað saman í ágúst familían.......
En svona er staðan í dag...
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home