föstudagur, febrúar 13, 2009

Mont og Doktor doktor

Well well well
þá er búið að gerast fullt síðan síðast. Á mánudaginn var foreldraviðtal og komu þeir bræður báðir mjög vel út nema hvað!!! Kriss minn er mjög áhugasamur um námið og finnst stærðfræði mjög skemmtileg (kemur mjög sterkur þar inn) og eins er hann mjög áhugasamur um lestur og er þar í mikilli keppni... Kennaranum hans fannst hann sýna miklar framfarir í náminu :-) Sagði að hann gæti vel valdið náminu :-))) Oliver kom líka mjög vel út, við fengum að sjá málfræðiprófið hans og dúdda mía klaufavillurnar (er að tala um hann las greinilega ekki einu sinni það sem átti að gera, bara framkvæmdi)... En nú vitum við bara hvað þarf að gera. Lesa betur fyrirmælin. En eins með hann og Kriss, Oliver er með mjög góðan skilning á náminu og er að standa sig mjög vel, er mjög sterkur í stærðfræðinni (en okkar áhyggjuefni þar er hugareikningurinn hans, en hann getur reiknað allt í huganum og finnst algjör óþarfi að sýna útreikninga).... Þeir eru sem sagt báðir SYNIR MÍNIR sem er bara yndislegast...
Eftir viðtalið fór Oliver í ljós og vörtupenslun meðan Oliver var í penslun skellti Kriss sér í klippingu og er ægilega flottur núna ;-) svo skutluðu þeir mér í vinnuna og fóru á smá rúnt með Reynsa svo var það Dægró hjá Kriss og Oliver fór á æfingu.
Svo kom bara venjulegur þriðjudagur, í gær miðvikudag var það svo læknadagur, ég fór með Kriss til hans Þorkels augnlæknis og þar var ákveðið að Stubbur myndi fá les og hvíldargleraugu. Við skelltum okkur á rúntinn og fundum fín gleraugu fyrir hann þessa elsku (sem hann by the way er alveg að fýla sótti þau í dag með ömmu). Svo var það hann Einar Ó vinur okkar, hann þekkir okkur út og inn, spurði meir segja út í hann Oliver okkar og hvernig hann hefði það!!! Einar Ó ákvað að Kriss ætti að fara í myndatöku af kinnholum og nefkirtlum (en hann fer í myndatökuna á þriðjudaginn).....
Í dag fimmtudag þá fóru sem sagt Kriss og Amma að sækja nýju brillurnar en Oliver skellti sér á blakæfingu og svo ljós!!!!
Á morgun er svo aftur kominn FÖSTUDAGUR vú hú, þá er komið aftur langþráð HELGARFRÍ, nokkuð sem við stórfjölskyldan gjörsamlega elskum....
segjum þetta gott af okkur í bili.
Kv. Ritarinn og Gormarnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home