mánudagur, janúar 12, 2009

Þá er helgin ÞVÍ MIÐUR búin

Well well well þá er komið sunnudagskvöld í okkar sveit....
Helgin því miður búin, en við erum nú búin að gera sitt lítið að hverju og bara frábært að fá FRÍ í 2 daga...
Í dag vöknuðum við Kriss ekki fyrr en 10 sem var sko bara ljúft, Oliver svaf hins vegar mun LENGUR en við enda Unglingur.... Við Kriss fórum bara fram í tóma leti. Í kringum hádegisbilið kom Unlingurinn svo fram þá var ákveðið að skella sér í bílakjallarann og þrífa kaggann.... En kagginn var svo geggjað skítugur að það gekk mest illa... Við ákváðum því bara að þrífa hann að innan og ryksuga.. Skelltum okkur svo í bíltúr með kaggann og á þvottastöðina og vorum þar í heavy bið en ákváðum að láta það ekkert á okkur fá.... Bílinn skyldi verða HREINN í dag...
Eftir þvottinn drifum okkur heim með bílinn, rifum motturnar út og ákváðum að skella okkur út. Oliver fór á hjólinu og Kriss á hlaupahjólinu (já ég veit það var hálka, snjór og vesen úti en þeir vildu fara út á faratækjum)... Við ákváðum svo að kíkja á Ömmu og Reynsa (vekja hann) þar sem Reynsi var að koma frá USA í morgun.. Við stoppuðum hjá þeim í dágóða stund og skelltum okkur svo út aftur (að vísu var Oliver náttúrulega löngu farinn kíkti til hans Krissa vinar síns).. Við Kriss löbbuðum heim og var þá kominn meiri snjór og orðið frekar kallt svona að okkar mati. Fórum heim og í það að elda kvöldmatinn og hafa allt klárt fyrir morgundaginn,svo var hringt í Oliver og hann fenginn heim svo hann kæmist heim í heitan mat... Svo var bara róleg heit með kvöldmat og afslappelse....
Kriss okkar er núna kominn inn í rúm (er að hlusta á geisladisk).. Oliver fær að vaka aðeins lengur áður en hann verður sendur inn í bæli....
Á morgun er svo langur dagur hjá okkur öllum, ég fer í skólann, Oliver á æfingu og Amma ætlar að sækja hann Kriss okkar í skólann....
Segjum þetta gott í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home