föstudagur, janúar 09, 2009

Alveg að koma helgi :-)))

Dúdda mía hvað við erum ánægð með það að það er alveg að fara að koma HELGARFRÍ. Geggjað stutt í það þurfum bara að vakna EINU SINNI meira þá er komið 2 daga frí!!!!
Dagarnir hérna ganga bara vel, í morgun þá prufuðum við í fyrsta skipti að láta þá bræður vakna við vekjarklukku (síma) og það gekk líka svona ljómandi vel svo nú á að prufa það aftur á morgun. Já þeir synir mínir eru orðnir ekkert smá duglegir, þroskaðir áður en ég veit af verða þeir fluttir að heiman og komnir með börn og buru.... heheheheheh
En þeir bakkabræður löbbuðu saman í skólan í morgun eins og alla hina daga og ákvað hann Stubbur minn að fara í takkaskóm og vindgallanum (svo gott að vera í strigaskóm í rigningu ekki satt). Ekki það að þegar þeir fóru út í morgun var engin RIGNING en svo kom hún náttúrulega eins og alla hina daga. En það er ekkert smá drungalegt á Íslandi í dag, það er svarta myrkur þegar maður fer í vinnuna á morgnana og aftur allt orðið svart þegar maður fer heim og ekki er rigningin eða þokan að koma með neina auka birtu!!!! NEIBBS... En hey hvað getum við kvartað þegar hér er ekki heavy frost og snjór, ég bara spyr!!!
Oliver duglegi dreif sig svo heim úr skólanum og beint á blakæfingu (tók strætó aðeins of snemma) svo hann kíkti bara við hjá Flóka áður en æfingin byrjaði. Ég sótti Kriss í dægró og við drifum okkur saman í HÍ að sækja skólabókina mína og var Kriss nokkuð ánægður með skólann ég fór með hann smá sightseen um skólann. Við Kriss drifum okkur svo bara heim, þar sem Kriss las fyrir mömmu sína, við Kriss komum okkur svo vel fyrir í sófanum (vorum bæði frekar þreytt) og dúdda mía við steinsofnuðum í sófanum :-)))) amma kom svo sem betur fer við hjá okkur og vakti okkur. Kriss fór þá í það að búa til kvöldmat okkur (sá um hann) það var sem sagt "Ostabrauð" þá setur hann tómatsósu og ost á brauð og inn í örbylgjuofnin, stráir svo kryddi yfir ægilega fínt hjá honum. Ekki amalegt að þeir bræður kunni að elda, Oliver geggjaður í hakkbollunum og Kriss í ostabrauðinu...
Oliver fór heim með Flóka eftir æfinguna og fékk hjá honum grjónagraut ekkert smá ánægður með það... Svo var hann sóttur seint um síðar....
Svo var bara smá TV hjá honum og svo bælið...
Nú sofa þeir bræður eins og ljós og ætla að reyna að vakna við vekjaraklukkan í fyrramálið...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Ritarinn og co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home