þriðjudagur, janúar 06, 2009

Jólafríið á enda...

Dúdda mía hvernig ætli þeir bræður fari að því að vakna á morgun....
Í dag mánudag var vaknaði 12:40 sæll. Við erum að tala um að Kriss er að sofa geggjað marga tíma á sólarhring :-))))) Oliver var svo góður að hann leyfði bróðir sínum að vera heima með sér í allan dag, bara þeir 2 að chilla eða já svo kom Krissi vinur hans Olivers yfir til þeirra og það var nú ekki mikið mál að leyfa Kriss að vera með!!!! Góðir strákar hér á ferð... Þeir fóru svo allir saman á blakæfingu þar sem Krissi og Kriss horfðu á og var Kriss víst geggjað góður, hlýddi þeim í einu og öllu í strætóferðinni niður eftir og allan pakkan... Já hann Kriss minn getur alveg hlýtt ef þess þarf.... Eftir blakæfingu keyrðum við Oliver og Krissa heim til Krissa en við Kriss minn fórum bara heim, enda alveg spurning um að hann fari snemma að sofa svona einu sinni svo hann vakni nú í fyrramálið (ekki það að það er ekki alveg að gera sig minn maður er enn að koma fram)... SÆLLLLLL
Á morgun er svo loksins bara komin EÐLILEG RÚTÍNA hjá okkur, skóli og vinna, er það bara ljúft skal ég segja ykkur, fínt að komast aftur í eðlilega rútínu... Við höfum öll svo gott af því...
Annars eru undanfarnir dagar bara búnir að fara í að það að SOFA út og njóta þess. Oliver passaði smá fyrir okkur á laugardaginn þegar við mæðgur skelltum okkur í geðsýkina í Smáralindinni (dúdda mía,þakka fyrir að börnin voru ekki með) en það var sko allt Ísland að versla í einu!!!! Annars vorum við bara í róleg heitum alla helgina og sváfum fram yfir hádegi báða dagana (vá hvað ég ELSKA ÞETTA LÍF)....
Nú verður gaman að sjá hvernig morgundagurinn fer, ætli þeir bræður geti vaknað í skólann.. dadadada ra.....
Að lokum við viljum við óska Didda dísel og Kristel til lukku með prinsessuna sem fæddist í dag.
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.
Berglind og Gríslingarnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home