laugardagur, desember 27, 2008

Þriðji í jólum

Dúdda mía hvað tíminn líður alltaf hratt nú eru bara jólin búinn og þetta ár 2008 að verða búið líka!!!! Tíminn líður bara alltof hratt.....
En við sváfum eins og sveskjur í dag ég vaknaði fyrst og dreif mig fram úr til að klára "Myrká" þeir bræður sváfum á meðan. Kriss vaknaði svo rétt fyrir hádegið meðan Unglingurinn svaf og svaf. Við ákváðum svo að drífa okkur á fætur og vekja Unglinginn. Oliver var sem sagt vakinn klukkan 13:30 hefði greinilega getað sofið MIKIÐ MIKIÐ LENGUR en við ætluðum að hendast í Smáralindina og skila bókinni og spilunum 2 sem voru til hér á heimilinu. Við fórum með Grams í Smáralindina og stóðum við Oliver í röð DAUÐANS til að skipta, en sem betur fer gekk röðin mjög hratt!!!! Amma og Kriss voru að spóka sig á meðan í Smáralindinn enda alveg ómögulegt að allir stæðu saman í röðinni. Við fundum svo Ömmu og Kriss þegar við höfðum fengið inneignarnótuna og drifum okkur inn í Hagkaup en þá kom það í ljós að þeim bræðrum langaði í EKKERT inn í Hagkaup (já einmitt hvað kemur til spyr ég nú bara). En ælti þetta endi ekki bara eins og í hin skiptin að ég kaupi nótuna af þeim og þeir fái bara aura inn á bókina sína.
Svo komu þeir Jón Egill og Tómas Ari til okkar seinnipartinn en þeir bræður ætla að gista hjá okkur í nótt (eins gott að þeir sofi út hjá okkur, því okkur finnst svo gott að SOFA)... Nú liggja þeir saman upp í sófa og eru að horfa á Cars. Það verður því pottþétt nóg að gera hjá okkur í fyrramálið... hehehe Oliver hefur boðið sig fram í að vakna með þeim á morgun, verður nú gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga hjá honum :-))))
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home