Helgin búin og Kriss aftur kominn með HITA
Já sælllllllllll
Nú er ekki nema mánuður í jólin, dúdda mía hvað það er nú æðislegt......
En af okkur er það að frétta að Kriss var alveg hitalaus um helgina svo við kíktum á smá bæjarrölt (í Smáró, Blómaval og eitthvað rólegt) á laugardeginum en nota bene Kriss svaf út bæði laugar og sunnudagsmorgun.... Svo á sunnudaginn var minn maður enn hress svo við skelltum okkur í heimsókn til Löngu og Langa svo í 2 búðir... Kriss var bara hress en samt ekkert svakalega duglegur að borða og drekka en samt mun meira en hann hefur verið að gera undanfarna daga enda þarf ekki mikið til þess að vera duglegri en þá daga....
Svo það var ákveðið þar sem Kriss fór smá út um helgina að það yrði skóli hjá honum í dag mánudag.... Og jú jú Mamma gerði prinsana sína í skólann, hringdi svo og bað um það að Kriss yrði inni í allan dag (fengi ekki að fara út í frímínútur) og hann fór heldur ekki í sund!!!! Bara inni að leika í allan dag....
Amma mætti svo fyrir 16 að sækja strákinn í Dægró, þá var mínum manni nú frekar kalt. Hann og amma löbbuðu svo heim til Ömmu þar sem Kriss bað um HEIT KAKÓ, sem hann að sjálfsögðu fékk drakk 2 bolla af því og borðaði tæpa brauðsneið með!!! Svo sofnaði hann bara í sófanum hjá Ömmu það var ekkert flóknari en það!!!!!! Amma vakti hann svo til að fara heim til okkar og það var allt í góðu þar sofnaði Kriss nánast bara strax aftur.. Og er búinn að vera sofandi meira eða minna síðan....
Þegar ég svo LOKSINS kom heim þá lagðist ég hjá lúsinni minni í sófann og sagði við Ömmu strákurinn er með HITA, alveg greinilega, skrokkurinn hans var svo rosalega heitur. Þá sagði Amma að hann væri búinn að vera hóstandi, umlandi og sofandi..... Elsku karlinn.. Hann er sem sagt AFTUR orðinn veikur, hvernig má það vera... Þetta er nú alveg ótrúlegt. Hann verður núna bara að klára þessi veikind sín almennilega, þetta gengur bara ekkert UPP.. Ætla nú að vona að við stöndum ekki í einhverjum veikindum fram að jólum, við Kriss nennum því engan veginn.....
Oliver er náttúrulega bara sprækur sem lækur...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og sjúklingurinn
Nú er ekki nema mánuður í jólin, dúdda mía hvað það er nú æðislegt......
En af okkur er það að frétta að Kriss var alveg hitalaus um helgina svo við kíktum á smá bæjarrölt (í Smáró, Blómaval og eitthvað rólegt) á laugardeginum en nota bene Kriss svaf út bæði laugar og sunnudagsmorgun.... Svo á sunnudaginn var minn maður enn hress svo við skelltum okkur í heimsókn til Löngu og Langa svo í 2 búðir... Kriss var bara hress en samt ekkert svakalega duglegur að borða og drekka en samt mun meira en hann hefur verið að gera undanfarna daga enda þarf ekki mikið til þess að vera duglegri en þá daga....
Svo það var ákveðið þar sem Kriss fór smá út um helgina að það yrði skóli hjá honum í dag mánudag.... Og jú jú Mamma gerði prinsana sína í skólann, hringdi svo og bað um það að Kriss yrði inni í allan dag (fengi ekki að fara út í frímínútur) og hann fór heldur ekki í sund!!!! Bara inni að leika í allan dag....
Amma mætti svo fyrir 16 að sækja strákinn í Dægró, þá var mínum manni nú frekar kalt. Hann og amma löbbuðu svo heim til Ömmu þar sem Kriss bað um HEIT KAKÓ, sem hann að sjálfsögðu fékk drakk 2 bolla af því og borðaði tæpa brauðsneið með!!! Svo sofnaði hann bara í sófanum hjá Ömmu það var ekkert flóknari en það!!!!!! Amma vakti hann svo til að fara heim til okkar og það var allt í góðu þar sofnaði Kriss nánast bara strax aftur.. Og er búinn að vera sofandi meira eða minna síðan....
Þegar ég svo LOKSINS kom heim þá lagðist ég hjá lúsinni minni í sófann og sagði við Ömmu strákurinn er með HITA, alveg greinilega, skrokkurinn hans var svo rosalega heitur. Þá sagði Amma að hann væri búinn að vera hóstandi, umlandi og sofandi..... Elsku karlinn.. Hann er sem sagt AFTUR orðinn veikur, hvernig má það vera... Þetta er nú alveg ótrúlegt. Hann verður núna bara að klára þessi veikind sín almennilega, þetta gengur bara ekkert UPP.. Ætla nú að vona að við stöndum ekki í einhverjum veikindum fram að jólum, við Kriss nennum því engan veginn.....
Oliver er náttúrulega bara sprækur sem lækur...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Kv. Ritarinn, Unglingurinn og sjúklingurinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home