Þá var það barnadeildin í dag
Já SÆLL
Við fórum beint frá Dr. Saxa sem skoðaði hann Kriss okkar rosalega vel og niður á bráðamóttökuna á barnadeild Hringsins. Komumst mjög fljótt að þar þar sem við vorum með læknabréf. Þá tók við hjúkka sem tók á móti okkur voða elskuleg, hún skoðaði hann Kriss hátt og lágt, mældi drenginn sem var með 38.2 svo fór hún fram og næst kom, læknanemi svo komi inn hver læknirinn á fætur öðrum. Við vorum þarna heillengi þá var ákveðið að Kriss skyldi fá "ógeðisdrykk" en þeim fannst sem sagt öllum nema einum Doksa að Kriss væri að þorna upp, það var sem sagt húðin á honum sem er byrjuð að þorna, varirnar á honum skrælnaðar og svo er hann með merki þornunnar í kringum sín RISA STÓRU augu.... En það var samt ákveðið að hann ætti að halda niðri ógeðsdrykknum og ef það gengi upp mættum við fara heim... Sæll við erum að tala um að Kriss fékk stútfullt glas af ógeðisdrykk og hann mátti bara fá 10 ml af honum á 10 mín fresti svo þetta tók nokkuð langan tíma. En við fengum svo sem að hitta okkar uppáhaldslæknir hann Einar Ólafs upp á deild vorum meiri segja svo vinsamleg að lána honum stofuna okkar (hann kom svo og talaði við okkur þessi Perla, fór að tékka á honum Kriss mínum og heyra í okkur hljóðið).... Hann er bara yndislegur þessi læknir...
En nota bene klukkan rúmlega 14 þá kom loksins Doksi til að útskrifa okkur, og þá var ákveðið að við mættum fara heim þar sem Kriss væri bara með veirusýkingu og blóðið hans var hreint og Kriss minn ekkert búinn að æla eða skila út um hitt gatið!!!! Svo fórum við heim og mamma hans plataði hann í bakaríið sagði við Kriss þú mátt velja hvað sem er, og minn maður valdi sér kleinuhring og smjörköku!!! Fékk sér svo eina sneið já mjög svo litla af smjörköku og rétt ýtti í kleinuhringinn.. Og með það sama fór hann inn á kló og skilaði því sem hann hafði borðað og haldi niðri.... Ég ákvað samt bara að halda honum heima, nennti ekki að fara aftur upp á spítala eða hringja þangað!!!!! Ég fór svo í skólann og Amma kom að passa hann Kriss okkar. Kriss var svona í lagi, lagði sig svo bara, þreyttur strákurinn.. Vaknaði svo og bað ömmu um smá kvöldmat (nokkuð sem hann hefur ekki beðið um í heila viku) svo þetta er greinilega á leiðinni í rétt átt.... Hann fékk svo smá að borða en þessi ELSKA er enn með HITA sem er bara ekki nógu gott en það á að vera VEIRUSÝKINGIN sem orsakar hitann...
Núna er hann Kriss okkar vakandi þar sem hann fer hvort sem er ekki í skólann á morgun. En vonandi kemst hann nú í skólann á miðvikudaginn.....
En við að sjálfsögðu sjáum bara til, drengurinn verður ekki settur út of snemma, það bara kemur ekki til greina, því ekki viljum við að honum slái niður!!!! NEI TAKK...
Best að enda þetta blogg á smá MONTI en ég duglega stelpan, stóð mig miklu betur í prófinu en ég átti von á og fékk ég 8.5 sem er nú mun meira en ég gerði ráð fyrir....
Segjum þetta gott úr sjúklingabælinu...
Kv. Berglind MONTRASS og Co.
Við fórum beint frá Dr. Saxa sem skoðaði hann Kriss okkar rosalega vel og niður á bráðamóttökuna á barnadeild Hringsins. Komumst mjög fljótt að þar þar sem við vorum með læknabréf. Þá tók við hjúkka sem tók á móti okkur voða elskuleg, hún skoðaði hann Kriss hátt og lágt, mældi drenginn sem var með 38.2 svo fór hún fram og næst kom, læknanemi svo komi inn hver læknirinn á fætur öðrum. Við vorum þarna heillengi þá var ákveðið að Kriss skyldi fá "ógeðisdrykk" en þeim fannst sem sagt öllum nema einum Doksa að Kriss væri að þorna upp, það var sem sagt húðin á honum sem er byrjuð að þorna, varirnar á honum skrælnaðar og svo er hann með merki þornunnar í kringum sín RISA STÓRU augu.... En það var samt ákveðið að hann ætti að halda niðri ógeðsdrykknum og ef það gengi upp mættum við fara heim... Sæll við erum að tala um að Kriss fékk stútfullt glas af ógeðisdrykk og hann mátti bara fá 10 ml af honum á 10 mín fresti svo þetta tók nokkuð langan tíma. En við fengum svo sem að hitta okkar uppáhaldslæknir hann Einar Ólafs upp á deild vorum meiri segja svo vinsamleg að lána honum stofuna okkar (hann kom svo og talaði við okkur þessi Perla, fór að tékka á honum Kriss mínum og heyra í okkur hljóðið).... Hann er bara yndislegur þessi læknir...
En nota bene klukkan rúmlega 14 þá kom loksins Doksi til að útskrifa okkur, og þá var ákveðið að við mættum fara heim þar sem Kriss væri bara með veirusýkingu og blóðið hans var hreint og Kriss minn ekkert búinn að æla eða skila út um hitt gatið!!!! Svo fórum við heim og mamma hans plataði hann í bakaríið sagði við Kriss þú mátt velja hvað sem er, og minn maður valdi sér kleinuhring og smjörköku!!! Fékk sér svo eina sneið já mjög svo litla af smjörköku og rétt ýtti í kleinuhringinn.. Og með það sama fór hann inn á kló og skilaði því sem hann hafði borðað og haldi niðri.... Ég ákvað samt bara að halda honum heima, nennti ekki að fara aftur upp á spítala eða hringja þangað!!!!! Ég fór svo í skólann og Amma kom að passa hann Kriss okkar. Kriss var svona í lagi, lagði sig svo bara, þreyttur strákurinn.. Vaknaði svo og bað ömmu um smá kvöldmat (nokkuð sem hann hefur ekki beðið um í heila viku) svo þetta er greinilega á leiðinni í rétt átt.... Hann fékk svo smá að borða en þessi ELSKA er enn með HITA sem er bara ekki nógu gott en það á að vera VEIRUSÝKINGIN sem orsakar hitann...
Núna er hann Kriss okkar vakandi þar sem hann fer hvort sem er ekki í skólann á morgun. En vonandi kemst hann nú í skólann á miðvikudaginn.....
En við að sjálfsögðu sjáum bara til, drengurinn verður ekki settur út of snemma, það bara kemur ekki til greina, því ekki viljum við að honum slái niður!!!! NEI TAKK...
Best að enda þetta blogg á smá MONTI en ég duglega stelpan, stóð mig miklu betur í prófinu en ég átti von á og fékk ég 8.5 sem er nú mun meira en ég gerði ráð fyrir....
Segjum þetta gott úr sjúklingabælinu...
Kv. Berglind MONTRASS og Co.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home