laugardagur, nóvember 15, 2008

Vú hú snjór!!!

Já sæll eigum við að ræða þetta eitthvað...
Ég vaknaði sem sagt við Kriss í morgun, "mamma mamma vú hú það er að snjóa úti".. Ekki það ég vaknaði fyrst með Oliver í morgun en svo ákvað ég bara þar sem Kriss svaf svo vært að leggja mig aðeins lengur með honum, ég er að tala um að við fórum fram úr rúmlega 10 í morgun sem er sko bara ekki amalegt....
En Kriss okkar er sem sagt ENNÞÁ VEIKUR, mér finnst þetta orðið frekar langt og mikið! Kriss var ekki sáttur við það að komast ekki út á morgun laugardag til að velja sér nammi "halló það er nammidagur" svo ég svaraði honum bara "halló þú ert veikur"... Þar með var það útrætt eða þannig.... En hann var enn með hita núna í kvöld en í dag er hann búinn að halda niðri einni brauðsneið, 3 skeiðum af jógúrt, 1/4 hamborgar og nokkrum frönskum sem er bara nokkuð mikið miðað við aldur og fyrri störf í þessari viku!!! Svo vonandi er þetta að mjakast í rétta átt...
Kriss er búinn að vera frekar svona lazy þessa vikuna og mjög ólíkur sjálfum sér, hljóðlátur og ekki mikil fyrirferð í drengnum sem er mjög ólíkt honum! En hann fer vonandi að verða eins og hann á að vera, svo hann komist í skólann á mánudaginn (ekki það að Kriss er búinn að ákveða að vera veikur í nokkra daga í viðbót "já sæll")...
Hann hressist vonandi við baksturinn á morgun en við ætlum sem sagt að byrja að baka fyrir jólin á morgun jábbs, hentar mér best út af skólanum!!!!!
Oliver unglingur er mest lítið heima, mjög mikið úti nema ef hann er með einhverja stráka með sér heima að leika!!! Hann var úti í dag nánast þangað til farið var í bíó en hann og Reynsi fór að kíkja á 007 í kvöld og var Oliver nokkuð ánægður með myndina!!! Skemmti sér mjög vel! En hann er bara eins og alltaf... Ekkert að frétta af honum drengnum, ætlar að baka með okkur á morgun og eyða sunnudeginum í íþróttahúsinu en þá eru 2 blakleikir og ætla þeir vinirnir að horfa á þá, fá pizzu og sækja bolta... En sem sagt Meistaraflokkur bæði karla og kvenna er að fara að keppa!!! Það er nú bara hið besta mál..
Annars er svo sem fátt nýtt að frétta af okkur eða gerast...
Bara same old same old...
Vildi bara setja inn fréttir af sjúklingnum mínum...
Kv. Ritarinn og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home