fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Ríma, síma, líma!!!!!! Ekki nema 41 dagur í jól

Dúdda mía,
Kriss er að ríma 24/7 þökk sé pabba hans en hann er að þessu vinstri/hægri allan daginn mér til mikillar skemmtunar :-))))))))
Annars er það af okkur að frétta að hann Kriss okkar er ENNÞÁ VEIKUR, já sæll hann heldur nánast engu niðri, fer allt upp aftur!!! Svo er hann en með mikinn hita að vísu finnst mér eins og hitinn sé á niður leið ákkúrat núna!! En hann er búinn að vera mjög slappur (kannski ekki skrítið ef maður heldur engu niðri).. Við erum að tala um að hann skríður nánast úr rúminu á morgnana og fram í sófa og liggur í sófanum og skríður stundum þá er ég að meina svona max 2-3 sinnum yfir daginn í heimilstölvuna annars er hann bara í sófanum!!! Hann verður því aftur heima á morgun (ekki það hann ákvað í upphafi að vera veikur í 5 daga og kannski er hann bara að standa við það). Ég komst nú aðeins út í dag, en Reynir kom eftir hádegi og var með Kriss svo ég kæmist nú eitthvað í vinnuna, eins verður þetta á morgun, við Kriss saman heima fyrir hádegi og svo Reynir og Kriss eftir hádegið!!!!!
Ég náði nú samt að framkvæma mikið þessa 2 heilu daga sem ég var heima, fór í það á þriðjudaginn að taka þvottahúsið í gegn, raðaði í hillurnar sem þeir feðgar settu upp fyrir mig um daginn, setti svo upp aðra hillu, og þreif þvottahúsið hátt og lágt!!! Nú er það orðið voða fínt :-)) svo í gær tók ég heimilið í gegn og skipti meiri segja um á rúmunum hjá öllum bara lúxsus að vera heima með veikt barn (sæll við erum að tala um þegar barnið er orðið pínu stórt og er bara dasað annars er hörkupúl að vera heima með veikt barn)... Ákvað meira segja að skella mér út á svalir og þrífa gluggana að utan og svalirnar líka!!! Bara púlað fyrir allan peninginn í gær!!! Svo nú er orðið ægilega fínt inni hjá okkur, að ógleymdu að ég reif niður bílabrautina, sem tók alla stofuna hjá mér og var það ákveðið að hún verði ekki sett saman aftur nema með þeim skilyrðum að strákarnir taki hana sjálfir niður!!! Það var of mikið fyrir mig BRUSSUNA....
Í dag sváfum við Kriss svo bara út, að vísu vakti ég Oliver og sá til þess að hann kæmi sér í skólann, svo fór ég upp í rúm aftur og fórum við ekki fram úr fyrr en rúmlega 10, þá var farið í að henda í þvottavél þar sem Kriss var komin eins og Skata upp í sófa!!! Við erum að tala um að hann er búinn að vera með RUGLUNA drengurinn (svo heitur er hann búinn að vera)... Svo vill hann nú að mamma hans fari að henda í svona eins og eina ístertu handa sér "Bountykökuna" sem hann elskar út af lífinu, finnst svo langt síðan hann fékk hana síðast!!!
Eitt samt gott, Kriss er svo mikill reynslubolti í gubbi að hann veigara sér ekkert við að borða þó svo hann viti að þetta fari beinustu leið upp úr honum aftur, við erum að tala um að hann er til í að borða hvað sem er!!! Vonandi að hann nái sér samt bara almennilega um helgina svo hann komist nú skólann eftir helgina!! Við nennum ekki að hanga svona heima allan daginn!!!!
Oliver er eins og hina dagana bara sprækur sem lækur og ákvað að nota sér þessa daga meðan ekkert er frostið að hjóla í skólann, fínt líka þegar hann getur farið bara einn í skólann (ormurinn ekki í eftirdragi).. Svo er hann bara að leika sér og á blakæfingum sem er sko bara hið besta mál!!! Hann er bara að verða aðeins meiri UNGLINGUR sem er líka bara skemmtilegt, ég er alveg að fýla það!! Hef bara gaman að því... Meðan Oliver eldist og eldist þá yngist ég með hverjum deginum :-)))))) hehehehehheehehhehe
Annars eru þetta svona helstu tíðindin úr Kórnum þessa dagana...
Segjum þetta gott í bili..
Over and out.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Dugleg ertu að blogga :)
Það er nú vonandi að heilsufarið á heimilinu fari að lagast eitthvað.
Sjáumst á sunnudaginn.
knús,ég.

föstudagur, nóvember 14, 2008 3:27:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home