miðvikudagur, september 03, 2008

Takk fyrir drenginn

Dúdda mía
hvað er langt síðan síðast.. Á laugardaginn var sko HÖRKU stuð í afmælinu ekkert smá gaman hjá okkur, komu fullt af góðum gestum og Kriss okkar fékk fullt af pökkum, var rosalega ánægður með alla pakkana sem hann fékk... Fannst þetta rosalega skemmtilegur dagur!!!
Á sunnudaginn sváfum við út og skelltum okkur svo í sund þar sem Kriss varð að prufa nýju kafaragræjurnar sem hann fékk í afmælisgjöf! Vorum þó nokkuð lengi í sundi og nutum þess sko bara. Svo var bara chill þangað til farið var að sofa á ný!! Fengum líka gesti í afganga á sunnudeginum sem var líka bara alveg æðislegt (alveg nauðsynlegt svo allir afgangarnir myndu ekki enda í tunnunni)..
Svo var bara venjulegur skóladagur í gær (mánudag) og þegar mamma loksins kom heim úr skólanum var Kriss kominn upp í rúm (en amma var hjá honum) og Oliver var að sjálfsögðu á leiknum KR - Breiðablik!!!! Það fóru því allir frekar mikið seint að sofa í gær sem varð til þess að það var svona frekar erfitt að vekja liðið í morgun en það hófst sem betur fer á endanum.
Þeir bræður eru enn voða ánægðir í skólanum sem er náttúrulega bara alveg æðislegt. En ég fékk nú samt símtal frá kennaranum hans Kriss í gærkvöldi en hún vildi láta mig vita af því hvernig Kriss fékk kúlu á hausinn (ég mamman hafði náttúrulega ekkert séð barnið mitt svo ég sagði henni bara eins og væri að ég hefði ekki séð neitt þar sem hann var farinn að sofa þegar ég kom heim). En hún sagði mér hvernig gengi hjá Kriss í skólanum og ræddum við heillengi um strákinn okkar sem var bara ljúft og fannst mér alveg æðislegt að kennarinn skyldi hringja í mig heim og láta mig vita hvað hefði gerst í skólanum. En málið var að það eru til fleiri SKAPSTÓR börn en mín :-))) og var Kriss að skipa einhverjum dreng fyrir að ganga frá tening og brást sá eitthvað illa við og kastaði teningnum beint í Kriss (fékk hann teninginn í ennið og úr varð þessi fína kúla) ekkert alvarlegt og bara alveg eðilegir árekstra. Skil samt ekki bara af hverju drengurinn hlýddi Kriss bara ekki í fyrsta ;-))) hahahah hehehehe
Annars er nú svo sem bara allt gott af okkur að frétta! Því miður tapaði Breiðablik leiknum í gær en Oliver lifði það nú alveg af þó svo hann hafi ekki verið sáttur!!! Gera bara betur næst ekki satt???
Á morgun byrjar svo Karate hjá Oliver (er það ekki alveg týpískt að hann er á æfingum um leið og ég er í skólanum?) Ég ætla svo að fara með Kriss á svona eins og eina handboltaæfingu um helgina og sjá hvernig honum líst á það!! Langar svo að hann fari að æfa einhverja íþrótt honum veitir ekkert af að losa um þessa AUKA orku sína...
segjum þetta gott í bili...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home