sunnudagur, ágúst 24, 2008

Við LOKSINS komin heim í heiðardalinn :-)))

Well well
Fullt eftir að segja frá og alles....
En ég gleymdi í síðasta bloggi að segja frá Kastalanum sem við skoðuðum en hann var rétt fyrir utan Goch.
Á mánudeginum seinni partinn var svo lagt af stað til Parísar og vorum við kominn þangað mjög seint þar sem að sjálfsögðu þurfti að stoppa á leiðinni. Við drifum okkur svo á fætur og eyddum 12 klst í Disney garðinum, svaka gaman og rosalega flottur garður. Miðvikudeginum var svo eytt í Disney studios (klárðum svo nokkur aukaferðir í Disney þar sem hann lokar seinna) við eyddum sem sagt aftur 12 tímum í Disney, vorum öll vel þreytt þegar við loksins komum heim á hótelið, ákváðum svo í framhaldi af því að lengja dvöl okkar í París. Á fimmtudeginum vorum við ekta túristar og fórum í túrista bus og kíktum á París (alla), um kvöldið kíktum við svo á Hard Rock (um að gera að skoða það í nokkrum löndum svo maður hafi samanburð).... Föstudagurinn fór svo í bílferð þar sem við ákváðum að eyða okkar síðustu dögum í Lúx, það var líka bara fínt þar sem við keyrðum í úrhellis rigningu. Stoppuðum líka í Belgíu þar sem við fundum hjólagrind á fínu verði svo að sjálfsögðu var hún keypt. Drifum okkur svo til Lúx svo við gætum kíkt aðeins í Mallið :-))))) Þar var svo verslað nýtt freestyle hjól fyrir Oliver (hann ekkert smá ánægður með það), um kvöldið borðuðum við með Óla og Eyvör. Í gær laugardag var svo tekinn LOKA HRINGURINN í Mallinu (já ég elska búðir fyrir ykkur sem ekki vitið það), Oliver var á meðan að leika við Sam vin sinn í Lúx en hann var sem betur fer kominn heim úr fríi svo Oliver fékk að æfa sig í Lúxí og Þýsku. Við hin fórum í Mallið og pakka niður þar sem já við vorum með FREKAR MIKINN FARANGUR skil þetta ekki ég sem fór út með því hugarfari að versla EKKI NEITT eða alla vegana MJÖG LÍTIÐ. En við komum heim með 3 ferðatöskur, við öll með handfarangur + 2 reiðhjól og hjólagrind "já sæll"..... En þetta gekk allt á endanum sem betur fer...
Reynsi sótti okkur svo (því miður misstum við af leiknum, en fengum reglulega að heyra stöðuna í vélinni og fríhöfninni), þegar við komum svo heim þá var Amma kominn heim til okkar og búinn að fara í bakaríið (dúdda mía hvað það var gott)... Nú er ég svo búinn að rífa upp úr öllum töskum, næsta skref er svo að ganga frá öllu og finna til skólatöskur, skólabækur og tilbehör. En við erum öll VEL ÞREYTT núna en halló hér verða allir vakandi þangað til komið er kvöld, tekur því ekki að leggja sig núna þar sem maður þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið í skólann....
Segjum þetta gott í bili.
Efast um að ég nenni að setja inn myndir úr ferðalaginu þar sem Oliver og Bjarni tóku svo geðveikt magn af myndum.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home