fimmtudagur, júlí 24, 2008

Sundgarpurinn á heimilinu að MEIKA það....

Já sæll
Það er sko allt að gerast hjá okkur stórfjölskyldunni, er að segja ykkur það við erum svo busy familí að það er ekkert venjulegt :-)))))
Lille man er að meika það feitt á sundnámskeiðinu sínu og finnst rosa gaman, amma fer með hann á morgnanna í sundið og þarf að vekja hann á hverjum degi til að hann geti mætt á réttum tíma. Þetta er allt af því nú er okkar maður í fríi og nýtur þess þá að VAKA LENGI, ekki oft sem hann fær þennan lúxsus enda er hann vel þreyttur á morgnanna. Hann segist gjörsamlega kunna allt á námskeiðinu sem er líka bara gott :-)) Það sem meira er er að hann kann Skáksund (á að vera Skásund) sem hinir kunna ekki, ekki einu sinni kennararnir.... hahahah hehehhehe bara góður og maður reddar sér alltaf fyrir horn jafnvel þó svo maður syndi á ská.... Kriss er svo að chilla með ömmu fram eftir degi. Var á þriðjudaginn með Kristínu og Co að leika við strákana sem var líka bara sport :-) í gær fór hann svo með Reynsa á "leynistað" eftir sundið sem honum þótti nú ekki leiðinlegt!!!!!! Kriss er því bara sprækur sem lækur eins og alla hina dagana. Fullorðnaðist fullt við að setja skólatöskuna á bakið í gær svo þetta er allt að koma!
Unglingurinn er líka á fullu, meikaði sem sagt ekki að vakna á körfuboltanámskeiðið sem var nú bara í góðu lagi en er hins vegar bara að leika sér allan daginn og langt fram á kvöld við vini sína. Er bara í stuði... Stækkar held ég ennþá, vá hann er að verða jafnstór og ég (ekki að það hafi verið erfitt eða mikil vísind og þarf alls ekki mikið til að ná mér).... En hann er bara langflottastur...
Þeir bræður eru svo í því að slá með kylfunum á svölunum nóg að gera hjá þeim alla daginn, kvöld og nóttina í þeim business.....
Við Kriss erum svo á fullu að fara í gegnum fataskápa á kvöldin, náum vonandi að klára þetta í dag eða morgun.
Jæja best ég haldi áfram að gera eitthvað af viti í vinnunni...
Segjum þetta gott í bili.
kv. Berglind og Gormarnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er greinilega alltaf nóg að gera hjá ykkur !
Nú styttist óðum í sumarfríið ykkar og ég get vel ýmindað mér að fjölskyldan sé orðin mikið spennt!!
Vonandi hittumst við nú áður en þið farið út.
Knús og kram,
Elísabet og co

laugardagur, júlí 26, 2008 4:54:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home