sunnudagur, júlí 13, 2008

Sumarfrí YES.....

YES nú er sumarfríið að byrja...
Nú er sem sagt 67% af fjölskyldunni komið í sumarfrí og ekki leiddist mínum manni að það væri síðasti dagurinn í leikskólanum á föstudaginn og það sem meira er þetta var STUTTUR dagur, amma sótti alla strákana sína strax eftir hádegismatinn það var sko ekki slæmt. Þeir voru svo allir heima hjá ömmu þangað til við mömmurnar vorum búnar í vinnunni... Við vorum svo hjá ömmu í dágóða stund, þar sem Reynsi og Oliver voru heima hjá okkur, strákarnir fóru svo á rúntinn með Reynsa og kíktu meðal annars við í Endurvinnslunni (græddu þar nokkrar krónur).. Þegar heim var komið var það matur og svo algjör LETI fyrir framan TVið....
Á laugardaginn vorum við frekar löt í RIGNINGUNNI en Flóki kom í heimsókn til Olivers en við Kriss ákváðum að skella okkur í Smáralindina að versla smá meira fyrir skólann sem vantaði (við alveg að verða búinn með innkaupinn fyrir skólann hjá þeim bakkabræðrum) og svo versla ný sundgleraugu fyrir sundnámskeiðið en það er sem sagt ákveðið að Kriss fer á sundnámskeið. Við chilluðum svo smá í Smáralindinni nutum þess og drifum okkur svo að versla eitthvað handa öllu liðinu með kaffinu :-))) Amma kom svo með kvöldmatinn handa okkur og ekki leiddist okkur það nutum þess svo bara að vera í fríi í gærkvöldi.
Í dag sunnudag var farið frekar seint á fætur sem er alltaf bara svo LJÚFT. Svo ákváðum við að skella okkur með Kristínu og Co og Ömmu í sundlaugina í Mosó og sú sló heldur betur í gegn vorum þar alveg heillengi og strákarnir skemmtu sér ekkert smá vel í öllum rennibrautunum. Ég hélt þeir myndu bara ekki vilja koma með mér heim... En við ákváðum að kíkja á KFC einmitt í Mosó líka með risaleiksvæði fyrir börn eftir sundið, og ekki skemmtu þeir sér síður þar... Vorum þar líka frekar mikið lengi sem var líka bara ljúft. Svo var keyrt heim í afslöppun enda allir frekar þreyttir eftir púlið.. Strákarnir fóru saman inn í herbergi og kíktu á bíómynd meðan ég slappaði af en veðrið var sko ekki til að hrópa húrra yfir ÚRHELLIS RIGNING og mjög svo dimmt úti (bara svona ekta haustveður)....
Á morgun ætlar Kriss að vera að chilla með Ömmu meðan Oliver fer á körfuboltanámskeið, já nóg að gera hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili....
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home