mánudagur, júní 16, 2008

Helgin búin, og alveg að koma 17.júní.....

Vú hú :-))))))))))
Þá er komið sunnudagskvöld og þessi helgi búinn, sem er nú ekki alveg nógu gott (værum alveg til í lengra frí) en við þurfum svo sem bara að mæta einn dag svo frí aftur í einn dag og það er sko ekki leiðinlegt!!!!!
Föstudagurinn var síðasti dagurinn á Golfnámskeiðinu hjá Oliver, og var í tilefni þess haldin golfkeppni og svo grillaðar pylsur og flott heit á eftir... Oliver skemmti sér þrusu vel á golfnámskeiðnu og kominn með golfdellu!!!! Við Oliver sóttum svo alla stubbana í leikskólann og fórum heim til Kristínar og Co. þar sem Kristín var með litla útskriftarveislu heima hjá sér (en hún var að útskrifast út HÍ)... Við fórum því seint heim á föstudagskvöldið!!!
Á laugardaginn var sofið STUTT út, en við vorum lengi á náttfötunum eða já til hádegis þegar við ákváðum að skella okkur í sund í ágætis veðri.... Vorum smá stund í sundi og fórum svo í kaffi til Ömmu á eftir.... Oliver með golfsettið með sér og fór að slá kúlur (ekki alveg eins góð aðstaða til þess fyrir utan hjá Ömmu og okkur)... En eftir smá slá fórum við bara heim, þegar heim var komið fóru þeir bræður út að slá fleiri kúlur og fullt af þeim, svo var það kvöldmatur! Lögðumst svo saman fyrir framan imban og horfðum á "risaeðlu myndarþátt" eftir hann fóru þeir bræður inn að horfa á bíó og ég glápti á konumynd sem var í TV..... Þeir bakkabræður sofnuðu svo inn í mínu rúm :-(( svo ég vildi ekki vekja þá og leyfði þeim bara að sofa þar og skreið sjálf upp í Olivers rúm!!!!!
Í dag sunnudag vorum við eina ferðina enn löt, en ákváðum samt að fara í smá þrif, tókum af öllum rúmum og þrifum herbergin svaka vel!!! Amma kom svo færandi hendi með kaffinu svo við ákváðum að taka pásu (aðallega ég, en þeir bræður voru búnir að vera duglegir að hjálpa milli þess sem þeir fóru út í golf eða fótbolta).... Við skelltum okkur svo öll saman í Smáró til að kíkja á bækur handa Kriss en hann er farinn að vera svo duglegur að skrifa svo við versluðum nokkrar bækur handa honum (um að gera að halda honum við efnið)... Þegar við komum heim fóru strákarnir út að slá kúlur meðan ég kláraði að þrífa, eftir golf og þrif var það matur!!! Já og smá lærdómur þar sem Oliver sat með bróðir sínum að skoða nýju bækurnar og Kriss fór að vinna í þeim á fullu...... Svo var það bara bælið fyrir litla mann (sem er frekar ánægður með það að við þurfum að fara fljótlega aftur á bókasafnið, erum að verða búinn að lesa allar bækurnar sem voru valdar síðast).... Oliver ætlar að vaka aðeins lengur!!
Á morgun er svo bara mánudagur, þá mætum við Kriss snemma eins og alla hina dagana en Oliver fær að sofa út!!! Ég veit þetta er SVINDL....
Segjum þetta gott af þessari helgi...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home