mánudagur, júní 02, 2008

Helgin...

Well well well
Þá er það helgin sem var nú í rólegri kantinum hjá okkur!!!!
Á laugardaginn var það tóm leti framan af degi svo var farið og fyllt á galtóman ísskápinn og svo fóru þeir bakkabræður til Ömmu og Reynsa þar sem þeir gistu þar. Þeir voru á fullu með Reynsa á laugardeginum og fram á kvöld. Á sunnudagsmorgninum hringdi hann Kriss minn og vakti mömmu sína skyldi ekkert í því hvað ég þurfti mikinn svefn :-))) ég sagði þeim þá bara að drífa sig yfir og taka ömmu með því við skyldum bara hafa grillpartý í hádeginu sem þeim leist rosalega vel á. Svo var bara borðað og voru þeir bræður rosalega góðir að leika sér saman á sunnudaginn. Svo ákváðum við að hafa köku í síðbúnum kaffitíma og snemmbúnum kvöldmat. Eftir kökuna var það sturta og bað á liði fyrir svefninn... Því ekki getur maður mætt skítugur í skóla/leikskóla. Það mætti því segja að við höfum í orðsins fyllstu verið í leti alla helgina.
Í dag mánudag kíkti hann Kriss minn já sem er alveg að verða 6 ára í fyrsta skipti til tannlæknis, en við fórum auðvita til hennar Siggu okkar. Kriss hlakkaði sko rosalega til að fara til tannlæknis (já samt er hann sonur minn), og ekki minnkaði spennan og ánægjan með tannsan þegar hún fór að sýna honum græjurnar sínar .... Svo fór hún í að skoða allar tennurnar hans hátt og lágt og fann eina pínu litla skemmd (já kom mér á óvart að það væri bara ein skemmd, miðað við kókdrykkjuna, nammiátið og sýklalyfin sem barnið hefur innbyrgt). Hún ákvað að gera við hana þó svo hún væri svona lítil skemmdin þar sem hún myndi annars skemma útfrá sér, og fékk okkar maður að fylgjast með allir aðgerðinni í spegli sem hann hélt sjálfur á og ekki leiddist honum það þessari elsku. En þar sem skemmdin var svona lítil ákvað hún að deyfa hann ekki, já sæll ég myndi ekki lifa það af, ég vill helst vera svæfð áður en ég fer til tannlæknis.... En minn maður fann ekkert til. Hann var svo ekkert smá sáttur þegar hann mátti kíkja ofan í körfuna hennar Siggu og skoða dótið sem var í boði fyrir dugleg börn. Hann labbaði svo sæll og glaður út frá henni Siggu okkar (já einmitt ég hef aldrei gert það, fæ í magann áður en ég fer til tannlæknis svona alveg kvíðahnút dauðans og finnst allt vont sem hún gerir sama hversu lítið og ómerkile gt það er)..... Sem betur fer eru þeir bræður ekki kettlingar eins og mamma sín þegar kemur að tannlæknum...
Svo er bara komin aftur ný vika og allskonar skemmtilegt að fara að gerast. Oliver fer í vorferð með skólanum á morgun, fær svo frí á miðvikudag og fimmtudag sækir svo einkunnarblaðið á föstudaginn (bara gaman að því). Byrjar svo á golfnámskeiðinu næsta mánudag (allt að gerast) áður en ég veit af erum við farin í SUMARFRÍ..... Júhú...
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Endilega kíkjið á myndirnar af honum Kriss okkar..
kv. Fjölskyldan í Tröllakórnum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home