Hvítasunnuhelgin hafin....
Vú hú Mæðradagurinn í dag....
Byrjum nú samt sem áður á vikunni sem bara leið MJÖG HRATT áttuðum okkur vart á því hvað tíminn leið hratt. Allt í einu bara kominn föstudagur og við á leiðinni í frí eina ferðina enn og trúið mér "okkur leiðist það ekki"....
Í gær byrjaði svo fríið við sváfum svona semi lengi, fórum svo á fætur og hentumst í Smáralindina að athuga hvort Oliver kæmist í klippingu og jú jú okkar maður gat fengið tíma klukkan 17. Víst við höfðum svo góðan tíma drifum við okkur fyrst í Ellingsen að sækja nýjan hitamælir í grillið (er að tala um að hinn var ekki nothæfur lengur, allt of langt að útskýra af hverju hér). Svo við ákváðum að skella okkur í Keilu þar sem Oliver átti boðsmiða fyrir einn. Vá við skemmtum okkur þvílíkt vel, og ótrúlegt en satt þá VANN ég ekki. Nei Oliver var í fyrsta sæti, Kriss í öðru sæti og ég gjörsamlega á botninum, þeim þótti það sko alls ekki leiðinlegt, hlógu mikið á leiðinni heim af því að mamma hefði tapað... Komumst að því að við verðum endilega að fara oftar, því við skemmtum okkur Öll kannski við tökum bara ömmu með næst hver veit???? Eftir keiluna fórum við og hittum ömmu í Smáralindinni, Oliver ákvað að við myndum kíkja í Zink og fá bara föt í sumardagsgjöf (vá ekki þótti mér það leiðinlegt) fann sér rosa flottar gallabuxur, skærgrænan bol og skærgræna Puma hettupeysu. Er rosa flottur líka gaman að vera í sovna lit þegar maður er kominn með smá lit í andlitið. Oliver var svo klipptur er núna með Unglinga hárgreiðslu, mæli sko hiklaust með "Supernova" og stráknum sem ég veit ekki alveg hvað heitir og vinnur þar hann gefur sér sko góðan tíma og er sko að gera cool unglinga greiðslur, Kriss var í skýjunum þegar hann fór til hans og Oliver labbaði þvílíkt ánægður út í gær, enda geggjað flottur.
Þegar við svo loksins fórum heim var farið bara beint í það að elda kvöldmat, en þeir bakkabræður lögðu inn pöntun fyrir "hakki og Spaghetti" fyrr um morguninn og auðvita redduðum við því, Kriss hafði meiri segja boðið ömmu í mat, þeir borðuðu ekkert smá mikið amma kom svo með snúð handa þeim í eftirmat og við héldum án gríns að maturinn myndi flæða út úr Kriss en nei sú var sko ekki rauninn. En þeir biðja oft um Hakka og Spaghetti og borða þá alltaf báðir 2 rosalega mikið. Spurning um að hafa það kannski oftar í matinn :-))))))))))
Við horfðum svo öll saman á fjölskyldubíóið og höfðum það bara náðugt fyrir framan imbann.
Í dag er svo Hvítasunnudagur "mæðradagur" og alles. Kriss bjó til kort handa Ömmu en við gáfum henni að sjálfsögðu pakka í tilefni dagsins, amma kom líka með pakka til mín (frá strákunum), annars var Oliver búinn að láta mig vita að gjöfin mín væri því miður ekki tilbúinn en ég myndi fá hana í næstu viku (en það er eitthvað sem þeir Kriss ætla að gefa mér). Svo ég var alveg róleg, svo eru þeir búnir að lofa því að vera geggjað stilltir í allan dag :-)))))))
Að öðru máli þá erum við byrjuð að skipuleggja aðeins sumarið, Oliver ætlar að fara á 2 Golfnámskeið hjá GKG (aðra vikuna í júní og fyrstu vikuna í júlí) svo ætlar hann á Smíðanámskeið 23-27 júní (þ.e.a.s ef ég man þetta rétt). Kriss verður á leikskólanum til 14.júlí þá byrjar okkar maður í fríi og kemst þá vonandi fljótlega á sundnámskeið. Við verðum svo saman fjölskyldan í fríi í ágúst, bara gaman að því....
Jæja segjum þetta gott í bili.
Látum heyra frá okkur fljótt aftur...
Kv. Berglind og Gormarnir
Byrjum nú samt sem áður á vikunni sem bara leið MJÖG HRATT áttuðum okkur vart á því hvað tíminn leið hratt. Allt í einu bara kominn föstudagur og við á leiðinni í frí eina ferðina enn og trúið mér "okkur leiðist það ekki"....
Í gær byrjaði svo fríið við sváfum svona semi lengi, fórum svo á fætur og hentumst í Smáralindina að athuga hvort Oliver kæmist í klippingu og jú jú okkar maður gat fengið tíma klukkan 17. Víst við höfðum svo góðan tíma drifum við okkur fyrst í Ellingsen að sækja nýjan hitamælir í grillið (er að tala um að hinn var ekki nothæfur lengur, allt of langt að útskýra af hverju hér). Svo við ákváðum að skella okkur í Keilu þar sem Oliver átti boðsmiða fyrir einn. Vá við skemmtum okkur þvílíkt vel, og ótrúlegt en satt þá VANN ég ekki. Nei Oliver var í fyrsta sæti, Kriss í öðru sæti og ég gjörsamlega á botninum, þeim þótti það sko alls ekki leiðinlegt, hlógu mikið á leiðinni heim af því að mamma hefði tapað... Komumst að því að við verðum endilega að fara oftar, því við skemmtum okkur Öll kannski við tökum bara ömmu með næst hver veit???? Eftir keiluna fórum við og hittum ömmu í Smáralindinni, Oliver ákvað að við myndum kíkja í Zink og fá bara föt í sumardagsgjöf (vá ekki þótti mér það leiðinlegt) fann sér rosa flottar gallabuxur, skærgrænan bol og skærgræna Puma hettupeysu. Er rosa flottur líka gaman að vera í sovna lit þegar maður er kominn með smá lit í andlitið. Oliver var svo klipptur er núna með Unglinga hárgreiðslu, mæli sko hiklaust með "Supernova" og stráknum sem ég veit ekki alveg hvað heitir og vinnur þar hann gefur sér sko góðan tíma og er sko að gera cool unglinga greiðslur, Kriss var í skýjunum þegar hann fór til hans og Oliver labbaði þvílíkt ánægður út í gær, enda geggjað flottur.
Þegar við svo loksins fórum heim var farið bara beint í það að elda kvöldmat, en þeir bakkabræður lögðu inn pöntun fyrir "hakki og Spaghetti" fyrr um morguninn og auðvita redduðum við því, Kriss hafði meiri segja boðið ömmu í mat, þeir borðuðu ekkert smá mikið amma kom svo með snúð handa þeim í eftirmat og við héldum án gríns að maturinn myndi flæða út úr Kriss en nei sú var sko ekki rauninn. En þeir biðja oft um Hakka og Spaghetti og borða þá alltaf báðir 2 rosalega mikið. Spurning um að hafa það kannski oftar í matinn :-))))))))))
Við horfðum svo öll saman á fjölskyldubíóið og höfðum það bara náðugt fyrir framan imbann.
Í dag er svo Hvítasunnudagur "mæðradagur" og alles. Kriss bjó til kort handa Ömmu en við gáfum henni að sjálfsögðu pakka í tilefni dagsins, amma kom líka með pakka til mín (frá strákunum), annars var Oliver búinn að láta mig vita að gjöfin mín væri því miður ekki tilbúinn en ég myndi fá hana í næstu viku (en það er eitthvað sem þeir Kriss ætla að gefa mér). Svo ég var alveg róleg, svo eru þeir búnir að lofa því að vera geggjað stilltir í allan dag :-)))))))
Að öðru máli þá erum við byrjuð að skipuleggja aðeins sumarið, Oliver ætlar að fara á 2 Golfnámskeið hjá GKG (aðra vikuna í júní og fyrstu vikuna í júlí) svo ætlar hann á Smíðanámskeið 23-27 júní (þ.e.a.s ef ég man þetta rétt). Kriss verður á leikskólanum til 14.júlí þá byrjar okkar maður í fríi og kemst þá vonandi fljótlega á sundnámskeið. Við verðum svo saman fjölskyldan í fríi í ágúst, bara gaman að því....
Jæja segjum þetta gott í bili.
Látum heyra frá okkur fljótt aftur...
Kv. Berglind og Gormarnir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home