þriðjudagur, apríl 15, 2008

Enn og aftur komin NÝ vika

Well well well
Góða kvöldið, hvað segið þið þá?
Við segjum sko bara fínt og búinn að hafa það mjög gott síðan síðast (alveg heil vika síðan síðast). Við alla vegana erum búin að gera ýmislegt.
Helgin var rosalega fín!!
Á laugardaginn fórum við með Oliver í ljós svo drifum við okkur heim þar sem Jón Egill, Tómas Ari og Heimir Þór voru að fara að koma í heimsókn til okkar. Unglingurinn plataði Reynsa frænda með sér á N1 að kíkja á "Bandið hans Bubba". Þegar allt stóðið var komið hingað ákvað ég að fara með ALLA út á róló að leika, fórum fyrst á græna leikskólann og lékum þar heillengi, löbbuðum svo á leikskólann fyrir utan hjá Ömmu og vorum alveg heillengi þar líka. Eftir mikla útiveru fórum við heim og gáfum strákunum að borða, þeir voru greinilega ALLIR þreyttir eftir labbið og leikinn svo þeir völdu mynd til að horfa á. Stubbarnir vildu sjá Latabæ meðan Heimir og Kriss kíktu á SpyKids. Við Oliver nutum þess bara að slappa af á meðan!!!! Svo var Heimir Þór sóttur en stubbarnir voru áfram hjá okkur þar sem við ákváðum að GRILLA öll saman og hafa það bara huggulegt.
Á sunnudeginum var vaknað frekar snemma miðað við aldur og fyrri störf á sunnudegi!!! Engin var í stuði til að fara á fætur en við vorum nú samt öll komin á ról í kringum hádegið þar sem ég og Kriss ætluðum að skella okkur í skírn en Unglingurinn ætlaði að hendast í það að leika við Flóka vin sinn. Litla skvísan var skírð "Edda Ósk" innilega til hamingju með nafnið sæta mín! Og fengum við Kriss fullt af rosa flottum tertum og hugguleg heitum, vorum við svo alveg komin heim í feitan leti gír þegar Oliver hringdi og var klár til að koma heim! En hann kom bara heim um kvöldmatarleytið. Kriss var mjög slappur í gærkvöldi, fór snemma inn í rúm að horfa á bíó, en hann kvartaði mikið yfir því að sér væri illt alls staðar (eflaust með bein verki) svo þegar ég kíkti á hann eftir að hann sofnaði var hann vel heitur!!! Svo okkar maður svaf bara við OPIN glugga og var fínn í morgun, svo allt liðið fór út að vinna og í skólann.
Vikuna ætlum við svo bara að taka í róleg heitum. Oliver ætlar svo að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í Blaki á sunnudaginn næsta (verður gaman að sjá hvernig það fer). En að sjálfsögðu ætlum við Kriss að mæta til að horfa á okkar mann og hvetja hann til dáða!!!!
Annað skipulag er svo sem ekki í vikunni, ætli við sitjum nú samt ekki límd yfir "Bandinu hans Bubba" á föstudaginn þar sem það eru úrslitin á föstudaginn...
Jú ef snjórinn fer alveg að fara og vorið að koma (Siggi stormur var að spá því) þá förum við eflaust að vera duglegri að skella okkur í sund eftir kvöldmat! Stutt fyrir okkur að fara!
Nú svo er nú ekki nema hva 10 dagar í næsta frí "Sumardagurinn fyrsti". Kriss verður svo í fríi með Kristínu og Co. 25.apríl
Segjum þetta gott í bili, lofa að vera duglegri að blogga oftar...
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home