föstudagur, mars 21, 2008

Jú hú LOKSINS komið Páskafrí....

Jæja þá er loksins komið að því já við öll komin í hið langþráða páskafrí!!!!!!
Kriss mætti alla vikuna á leikskólann og ég í vinnuna, vorum samt bæði rosaglöð á miðvikudagskvöldið að vita að við mættum bara sofa út á fimmtudeginum. Í gær fimmtudag fengum við svo Stubbana smá stund í pössun og meðan stubbarnir lögðu sig fóru Amma og Kriss á rúntinn. Við fórum svo smá á rúntinn með Jón Egil þar sem hann vildi ekki fara með mömmu sinni heim og fórum svo í mat til þeirra í gærkvöldi. Já og í eftirmat var Páskaegg (sem þýðir að þeir bakkabræður eru búnir að smakka bæði á Nóa Siríus og Freyju rísegg og páskarnir ekki einu sinni byrjaðir......
Svo erum við að hugsa um að grilla í sólinni í dag og fara í bíó á morgun....
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home