þriðjudagur, mars 11, 2008

Meira af Sjúklingunum

Well
Það breytist svo ástandið á Kriss eftir síðustu færslu drengurinn lagðist inn í rúm með mömmu sinni og við horfðum á mynd saman, Kriss sofnaði áður en myndin var búinn og svaf í tæpa 2 klst og var mjög druslulegur. Það gekk meiri segja mjög erfiðlega að pína í hann mat (reyndi að múta honum með kleinuhring en NEI TAKK hann fékk sér 3 bita af honum). Ballið hélt svo áfram þegar fór að líða á kvöldið, Kriss bara hitnaði og hitnaði. Það endaði svo með því að hér lágu þeir eins og skötur báðir tveir. Þeir fengu svo að vera heima í dag, Kriss er hins vegar orðinn hitalaus svo hann fer aftur í leikskólann á morgun og ég í vinnuna. Já þetta tekur smá á að vera svona HEIMA allan daginn og gera EKKI NEITT:.... Oliver verður hins vegar bara heima og inni út vikuna á mánudaginn næst er það svo doksi um morguninn sem kíkir hvort lungun séu í lagi og hvort hann þurfi nokkuð frekari lyf við því og seinni partinn er það eyrnalæknirinn til að skoða hvernig allt lítur út eftir aðgerðina hjá Oliver og skoða eyrun á Kriss sem er búinn að vera að fá eyrnabólgu sirka einu sinni í mánuði sem er nú bara ekki nógu gott.
Jæja látum þetta duga í bili, erum öll að fara yfirum að vera svona inni.
Over and out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home