föstudagur, mars 07, 2008

Unglingurinn kominn með FLENSUNA

Já góða kvöldið...
Þá er Oliver 10 ára Unglingur lagstur í FLENSU, já gaman að því eða þannig... Greyjið stóra skrímslið mitt!!! Við erum að tala um að í gærkvöldi var hann eitthvað að kvarta yfir ógleði við matarborðið en mamma hans hlustaði ekki beint á það sagði bara "já fínt". Eftir matinn las Oliver svo fyrir Kriss og þegar Kriss var sofnaður kom Oliver greyjið fram og kvartaði ennþá meira og var þá orðið sko ILLT ALLS STAÐAR (kominn með beinverki) og ég fann alveg hvað hann greyjið var orðinn heitur. Svo ég sagði við hann drífðu þig bara í mitt rúm að sofa og vitir menn stuttu síðar fer hann á klóið og ælir lungunum og lifrinni. Já einmitt orðinn VEIKUR og rosalega heitur, var svo sjóð heitur í allt gærkvöld svaf við opin glugga og ekki með neina sæng en það hafði greinilega ekki áhrif. Þar sem hann er enn í dag með háan hita, hálsbólgu, glaseygður og tussulegur. Svo hann verður líka heima á morgun (sem sagt kominn í helgarfrí ef frí skyldi kalla)....
Djókið er náttúrulega að ég sagði við strákana í gærdag þegar við skelltum okkur á bókamarkaðinn að nú þýddi ekkert að verða veikur fyrr en eftir 2 vikur þegar við værum kominn í páskafrí. Kriss tilkynnt mér svo áður en hann fór að sofa að hann ætlaði að vera veikur í dag en við erum að tala um mjög mikil veikindi í leikskólanum þessa dagana á hans deild vantaði 7 börn í dag og á hinni stóru deildinni vantaði 14 börn og öll liggja þau heima í flensu!!!!! Oliver minn ætlaði greinilega ekki að hlýða mömmu sinni og ákvað að verða veikur strax þar sem hún var að koma með svona skipanir!!!!!!! En svona er þetta nú bara maður RÆÐUR alls ekki öllu!!! Oliver duglegi var bara einn heima í dag (Reynsi frændi kíkti á hann og var hjá honum í góða stund). Svo þegar ég hringdi í Oliver upp úr hádeginu þá var hann sko bara orðinn hress og á leiðinni í skólann á morgun,já sæll!!!!! Hann sagði að það væri samt pínu vont að kyngja. En við erum að tala um að hann er sjóð heitur enn, og það sem meira er hann fór næstum ekkert fram úr þar sem hann svimaði svo þegar hann fór á fætur, en hann var ekkert að láta vita af þessu NEI NEI algjör óþarfi sagðist bara vera að hressast!!!!
Annars er svona mest lítið annað af okkur að frétta, það á að skíra strákinn hennar Írisar um helgina og já það fer eftir ástandinu á heimilinu hvort við förum eða ekki!!! Svo styttist náttúrulega óðfluga í páskana! Amma Dúnna var svo jörðuð í dag, elsku litla dúllan okkar, nú fær hún loksins að hitta hann Reynsa Afa og systur sínar...
Vona að Oliver nái nú heilsunni á morgun, efast samt um að ég leyfi honum að fara út um helgina svo honum slái nú ekki bara niður!!!! Já og til að gleðja ykkur öll ætla ég að láta ykkur vita ef þið vissuð það ekki að það er að snjóa núna út!!! Nice, svona slyddusnjór að mér sýnist. Er þetta í lagi??? Maður bara spyr, endalaus snjór og þegar hann loksins fer (næstum því allur) þá byrjar að snjóa aftur, hvenær ætli komi VOR á Íslandi. Eins gott að við stór fjölskyldan erum að fara til útlanda í sumar, verst hvað verður langt að bíða eftir ágúst!!!
Jæja segjum þetta gott af pikki í kvöld.
Over and out.
Ritarinn, Lasrus og Stubbur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home