laugardagur, febrúar 02, 2008

Nýjar myndir komnar

Sælt veri fólkið
Nú erum við loksins búin að setja inn nýjar myndir, eins og áður getið þið bara klikkað á fyrirsögnina og komst þá beint inn á nýja albúmið okkar. Myndirnar eru af Kriss sem er að sýna Bayern Munchen búninginn sinn og nýju klippinguna sína.
Dí við fórum með hann í Klippingu í dag hjá Super Nova í Smáralindinni og við getum sko alveg hiklaust mælt með þeim fyrir Unglinga eða verðandi Unglinga. Við báðum um klippingu fyrir hann þá spurði strákurinn sem klippti mætti ég gera eitthvað cool þá sagði já endileg en Kriss svaraði ég vill eitthvað ROKKARA og hann var svo ríg montinn þegar hann gekk út að það var ekkert venjulegt. Enda er hann geggjað flottur!!!!!
Annars er vikan bara búin að vera venjuleg hjá okkur og fengum við tíma fyrir Oliver í aðgerðinn núna 19.feb (eigum samt eftir að fá endanlega staðfestingu). En sá dagur hentar okkur rosalega vel, það er frí í skólanum hjá Oliver þarna 19.feb ætti að vera foreldraviðtal og afhending einkunna (en við megum bara mæta í herleg heitin 20.feb í staðinn).. Svo við erum bara sátt við þetta.
Já dagurinn í dag þvílíkt og annað eins fórum í morgun í ÖLLU FROSTINU -13°C í sund já einmitt sæll, voða gáfuð, en við ákváðum að vera bara í innilauginni að chilla vorum þar í dágóðan tíma. Eftir sundið fórum við í Smáró þar sem Kriss var klipptur og Oliver verslaði sér sundgleraugu og nýjan snjósleða (lenti í árekstri á hinum svo skíðið á honum er allt brotið). Fórum svo heim bara í róleg heitin, ætla að fá strákana í það að mála mynd fyrir mig/okkur og setja upp á vegg. Sjáum hvernig það kemur út, ætlum kannski í það í dag eða á morgun fer eftir stemmingunni sem verður á heimilinu.
Annars er ekkert að frétta, bolludagurinn á mánudaginn og Kriss búinn að rústa bolluvendinum sínum strax, já og búinn að negla fast á rassa undanfarna daga. En við ætlum ekki að baka neinar bollur, bara sníkja bollukaffi hjá Ömmu! hahhahhahaahha
Jæja segjum þetta gott af okkur í bili.
Over and out.
Berglind, Oliver og Kriss montrass nýklippti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home