Vá janúar alveg að verða búin
Dúdda mía
Hvað tíminn líður hratt, þetta er alveg ótrúlegt áður en ég veit af verður litla barnið mitt bara byrjað í skóla já spáið í því.
En að allt öðru, gangi lífsins. Nú vikan gekk bara ótrúlega vel og ekkert svona sérstakt sem gerðist þannig fyrir utan að allt var komið á KAF í snjó. Aðfaranótt föstudagsins byrjaði svo ballið já Kriss greyjið var að reyna að vekja mig heillengi svo ég á endanum opnaði augun og jú jú þá var okkar maður að DREPAST í EYRANU (já slæma eyranu) svo ég drattaðist á fætur gaf honum verkjalyf, var samt ákveðinn í því að við færum bara í skólann daginn eftir (myndum svo skella okkur á næturvaktina) en NEI það var því miður ekki hægt að vekja Kriss á föstudagsmorgninum og hann enn að drepast svo ég ákvað að ég gæti bara ekki boðið barninu upp á það að mæta í leikskólann í þessu ástandi, svo var þar fyrir utan GEÐVEIKT VEÐUR outside svo ég hringdi bara í skólann hjá Oliver og sagði að hann yrði líka heima (en ég skutlaði ömmu í vinnuna og á köflum sá ekki út ég vissi ekkert hvert ég var að fara og keyrði svona meira eftir minni).....
Við vorum því heima í tómri leti á föstudaginn og fengum svo á endanum tíma hjá Doksa sem taldi sig sjá gröft í eyranu á Kriss (en ég tel mig þekkja þetta betur og held að þetta sé bara vökvinn sem er alltaf í eyranu sem hann sá, en svo benti hann mér á að fara með Kriss til sérfræðings og sem betur fer eigum við tíma fyrir Oliver á mánudaginn hjá honum Einari Ólafs vini okkar svo þeir verða báðir teknir í skoðun hjá honum) en að sjálfsögðu var Kriss með eyrnabólgu en hann vildi ekki gefa honum neitt við því útaf þessum greftri sem hann sá!!!!! Við ákváðum þar sem við vorum svo lengi hjá Doksa og það var nú bóndadagurinn að uppfylla óskir þeirra bakkabræðra og hafa Pizzu í kvöldmatinn (amma bauð í pizzu). Svo það mætti segja að þetta hafi verið svona ALVÖRU LETIDAGUR á okkar heimili.
Í gær laugardag var ástandið svona aðeins betra. Ég fór alla vegana út og svo kíktum við öll í heimsókn til Kristínar og Co. Svo var bara chillað, og ákveðið að við myndum labba í sund þegar við myndum vakna í dag en nota bene þar sem það er ENN EINN STORMURINN að fara yfir landið þá löbbum við ekki neitt í sund í dag enda geðveikt rok sem sagt og klikkuð rigning. Við erum að fara í mat til Löngu og Langa á eftir svo við hendumst kannski í sund eftir það þ.e.a.s ef veðrið hefur lagast en það eru þvílík læti í veðrinu núna... Þetta er ekki einu sinni fyndið.
Á morgun er svo bara skóli/leikskóli svo Einar Ólafs. Verður gaman að heyra hvort hann sjái líka þennan gröft í eyranu á Kriss. En annars er ég alveg ákveðinn í því ef Einar vill setja rör aftur hjá Oliver að biðja hann að taka Kriss með í pakkann þar sem Kriss er búinn að vera óvenju slæmur núna eiginlega verri en Oliver. Sjáum hvað karlinn segir á morgun.
En jæja segjum þetta gott ætla að henda mér í sófan hjá Kriss og horfa á teiknimyndir með honum.
Kv. Berglind and the boys
Hvað tíminn líður hratt, þetta er alveg ótrúlegt áður en ég veit af verður litla barnið mitt bara byrjað í skóla já spáið í því.
En að allt öðru, gangi lífsins. Nú vikan gekk bara ótrúlega vel og ekkert svona sérstakt sem gerðist þannig fyrir utan að allt var komið á KAF í snjó. Aðfaranótt föstudagsins byrjaði svo ballið já Kriss greyjið var að reyna að vekja mig heillengi svo ég á endanum opnaði augun og jú jú þá var okkar maður að DREPAST í EYRANU (já slæma eyranu) svo ég drattaðist á fætur gaf honum verkjalyf, var samt ákveðinn í því að við færum bara í skólann daginn eftir (myndum svo skella okkur á næturvaktina) en NEI það var því miður ekki hægt að vekja Kriss á föstudagsmorgninum og hann enn að drepast svo ég ákvað að ég gæti bara ekki boðið barninu upp á það að mæta í leikskólann í þessu ástandi, svo var þar fyrir utan GEÐVEIKT VEÐUR outside svo ég hringdi bara í skólann hjá Oliver og sagði að hann yrði líka heima (en ég skutlaði ömmu í vinnuna og á köflum sá ekki út ég vissi ekkert hvert ég var að fara og keyrði svona meira eftir minni).....
Við vorum því heima í tómri leti á föstudaginn og fengum svo á endanum tíma hjá Doksa sem taldi sig sjá gröft í eyranu á Kriss (en ég tel mig þekkja þetta betur og held að þetta sé bara vökvinn sem er alltaf í eyranu sem hann sá, en svo benti hann mér á að fara með Kriss til sérfræðings og sem betur fer eigum við tíma fyrir Oliver á mánudaginn hjá honum Einari Ólafs vini okkar svo þeir verða báðir teknir í skoðun hjá honum) en að sjálfsögðu var Kriss með eyrnabólgu en hann vildi ekki gefa honum neitt við því útaf þessum greftri sem hann sá!!!!! Við ákváðum þar sem við vorum svo lengi hjá Doksa og það var nú bóndadagurinn að uppfylla óskir þeirra bakkabræðra og hafa Pizzu í kvöldmatinn (amma bauð í pizzu). Svo það mætti segja að þetta hafi verið svona ALVÖRU LETIDAGUR á okkar heimili.
Í gær laugardag var ástandið svona aðeins betra. Ég fór alla vegana út og svo kíktum við öll í heimsókn til Kristínar og Co. Svo var bara chillað, og ákveðið að við myndum labba í sund þegar við myndum vakna í dag en nota bene þar sem það er ENN EINN STORMURINN að fara yfir landið þá löbbum við ekki neitt í sund í dag enda geðveikt rok sem sagt og klikkuð rigning. Við erum að fara í mat til Löngu og Langa á eftir svo við hendumst kannski í sund eftir það þ.e.a.s ef veðrið hefur lagast en það eru þvílík læti í veðrinu núna... Þetta er ekki einu sinni fyndið.
Á morgun er svo bara skóli/leikskóli svo Einar Ólafs. Verður gaman að heyra hvort hann sjái líka þennan gröft í eyranu á Kriss. En annars er ég alveg ákveðinn í því ef Einar vill setja rör aftur hjá Oliver að biðja hann að taka Kriss með í pakkann þar sem Kriss er búinn að vera óvenju slæmur núna eiginlega verri en Oliver. Sjáum hvað karlinn segir á morgun.
En jæja segjum þetta gott ætla að henda mér í sófan hjá Kriss og horfa á teiknimyndir með honum.
Kv. Berglind and the boys
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home