föstudagur, janúar 04, 2008

Það leið yfir Dúdda....

Oh boy,
Við erum að tala um að undanfarna daga hefur Kriss farið MJÖG SEINT að sofa að okkar mati, og ekki verið neitt mál fyrir hann að vaka sem er sko mjög ólíkt honum. Í gærkvöldi fór hann inn í rúm um 21 með Oliver og Oliver las fyrir hann, allt í góðu með það, en okkar maður vaknaði og ég er að tala um GLAÐVAKNAÐI klukkan 23:30 og var í stuði. Ég fór bara inn með hann sem varð til þess að hann sofnaði einhvern tímann aftur!! Það var því frekar MIKIÐ erfitt að vekja hann í morgun til að fara í leikskólann en ég þakka nú fyrir það að hann Kriss minn er ekki mjög morgunfúll tappi!!!
Við fórum sem sagt í leikskóla og vinnu í dag. Um klukkan 11 í morgun hringdi ég svo og greinilega vakti Oliver sem vildi nú ekki alveg kannast við það að hafa verið að vakna! En ég leyfði honum að njóta vafans og fór bara að vinna svo ákvað ég nú klukkan rúmlega 15 að hringja aftur í strákinn og heyra í honum hljóðið og jú jú hann svaraði eftir MARGAR MARGAR hringingar þar sem hann fann ekki símann og var að borða morgunmat sem ég hneykslaðist nú mikið á!!! En þá var málið að Unglingurinn SOFNAÐI aftur og var nýlega vaknaður!! Já sæll - eigum við að ræða það eitthvað!!!!!!! En þegar ég kom loksins heim rúmlega 18 þá var hann sko Unglingurinn orðinn ferkar mikið þreyttur aftur!! Eftir hvað spyr ég nú bara!!!
Við fengum strákana og Kristínu í heimsókn til okkar sem var mikið stuð og ég Kriss sýndi þeim hvað maður gerir á klósettinu þegar maður er að gera númer 2. Já okkar maður fer alltaf með bókasafnið og ekki fannst Jóni Agli það leiðinlegt þegar hann þurfti líka á klóið, fullt af skemmtilegum bókum á klóinu. Er það síðan eðlilegt að 5 ára Gutti sé með bókasafnið með sér á klóinu???? Ég bara spyr????
Svo þegar strákarnir fóru þá horfði Kriss á Simpsons og Næturvaktina (sem er í miklu uppáhaldi hjá honum þessa dagana hann missir ekki af þætti á kvöldin fyrir utan hann er búinn að horfa alla vegana einu sinni ef ekki tvisvar sinnum á alla þættina á DVD).. Er svo að segja mér góða slagara úr þættinum, eins horfði hann á 70 mínútur með Oliver um daginn og ég hélt að hann myndi pissa í sig á hlátri ekkert smá sem hann hló af þeirri vitleysu!!! Eftir herleg heitin í TV þá fór hann beint inn í rúm og sofnaði á mettíma, ég er að tala um að ég las 1 og hálfa blaðsíðu sem er náttúrulega bara ekki neitt... En núna sefur hann vonandi þangað til í fyrramálið. Unglinga veikin mín fær að vaka eitthvað aðeins lengur áður en hann fer inn... En það verður EKKI gaman hjá mér í fyrramálið að ræsa þá bakkabræður í skólann...
Segjum þetta gott í bili úr gervabælinu.
Kv. Ritarinn og co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home