miðvikudagur, desember 19, 2007

5 dagar í jólin og vinningunum að rigna inn hjá okkur.

Vá hvað er langt síðan síðast en að vísu góð ástæða fyrir því, það er verið að vinna í því að setja upp tölvuna já heimilistölvuna okkar hjá okkur og vantar því miður enn einhverja snúru í hana en því verður vonandi reddað fyrir helgina.

Annars þá er best að byrja á samræmduprófunum hann Oliver sonur minn gjörsamlega brilleraði í stærðfræðiprófinu (greinilega sonur mömmu sinnar) fékk 9 í því ekkert smá flott hjá honum drengnum, íslenskan fór ekki eins vel (var svo sem alveg búið að undirbúa mig undir það, kennarinn hans sá um það) en þar fékk strákurinn 6. Ekki það að þetta sé neitt slæmt alls ekki, bara mjög flott hjá honum stráknum mínum.

Þeir bræður hafa svo tekið þátt í nokkrum leikjum og vann Kriss í litaleik SPRON "Gralli Gormur tölvuleik", þeir unnu svo báðir í bíóleiknum okkar Kriss vann bíómiða fyrir 2 og Oliver vann húfu, Kriss vann svo líka í dagatalinu okkar DVD mynd. Allt að gerast og þeir búnir að græða feitt....

Hvað hefur nú annars á daga okkar drifið já við erum búin að skreyta jólatréð og setja smá jóla jóla hjá okkur. Íbúðin er að verða komin í sómasamlegt horf, það var settar upp nokkrar myndir, spegill og hillur í gær, komið tölvuborð svo þetta er allt að smella enda bara örstutt í jólin. Við erum að verða klár, erum að tala um að við eigum eftir að versla í jólamatinn og pakka inn pökkunum (vona að hann Oliver sæti taki það bara að sér)... Annars erum við bara búin að vera í jólafýling og á chillinu. Strákarnir búnir að fara á jólaball, síðasti dagurinn í skólanum hjá Oliver á morgun svo það er bara allt að gerast. Ekki má gleyma því að hann Oliver okkar keppti í karate síðustu helgi og við fórum öll saman í boði Olivers/karatefélagsins í bíó svaka sport.

Næstu helgi já eða núna um helgina ætlum við að njóta þess að það séu að koma jól, við ætlum að skella okkur í Tvíbbaafmæli, svo á bara að chilla skoða mannlífið og slappa vel af. Ætlum að horfa á bíó saman og njóta þess að vera til..

Segjum þetta gott í bili.

Kv. Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home