mánudagur, nóvember 26, 2007

Doktor Saxi

Well well well
Þá erum við búin í heimsókn hjá honum Einar Ólafs. já við erum svo að segja í áskrift hjá honum, förum reglulega með hann Oliver okkar til hans. Einar Ólafs er sem sagt eyrnalæknirinn okkar og fengum við ekki góðar FRÉTTIR. Erum að tala um að hann sem sagt er kominn með mjög mikið af vökva í vinstra eyrað og hefur það versnað mjög mikið síðan við vorum hjá honum síðast. En hann lifir í voninni að þetta muni koma til með að lagast, bað Oliver aftur um að gera reglulega eyrnaæfinguna sína og sjá hvort það myndi eitthvað hjálpa, ef þær hjálpa ekki þá þarf hann Oliver okkar að fara aftur í rör. Erum að tala um að drengurinn er 9 ára og telur Einar að hann hafi fengið eyrnabólgu nýlega erum að tala um að hann fann ekki einu sinni fyrir því er það síðan eðlilegt??? NEI það er ekki eðlilegt!!!!!!!
En Einari leist ekkert á hvernig ástandið á Oliver er orðið eina ferðina enn. Alveg merkilegt, held að við verðum áfram með áskrift af tímum reglulega hjá Einari, það er sem sagt reglulegt eftirlit fyrir Unglinginn. Svo sá ég að hann var kominn með nokkur ofnæmisútbrot aftur og er mér alveg hætt að lítast á blikuna, hvernig er hægt að vera svona mikill vandamálapakki. Ég bara spyr????
Þetta er alla vegana ekki að eldast af honum svo mikið er víst. Sagði við Einar þegar við vorum að fara getum við ekki bara sett okkur í áskrift þangað til Oliver er orðinn 40 ára. Annars hafði hann nú orð á því karlinn hvað Oliver hefði stækkað svakalega mikið síðan síðast. Við erum að tala um að hann Einar þekkir okkur bara eins og vini sína, er það síðan eðlilegt????
En við erum alla vegana rosalega ánægð með hann Einar Ólafs og erum alltaf sátt þegar við löbbum út frá honum, sem skiptir sko miklu máli.
Segjum þetta bara gott í bili.
Over and out.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við erum sko sammála þessu með hann Einar, hann er alveg frábær !
Munur að vera með svona lækni þegar "vandamálaeyru, nef og hálsar" eru annarsvegar ;-)
Heyrumst,
Elísabet

þriðjudagur, nóvember 27, 2007 6:40:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home